Hleð Viðburðir

Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og fyrrum alþingismaður deilir með gestum innsýn og minningum frá viðburðaríkri ævi þar sem gaman og alvara eiga samleið í Hljóðbergi Hannesarholts kl.20.00, fimmtudagskvöldið 14. desember. Hjálmar hefur komið víða við en auk starfa sem dómkirkjuprestur og sem alþingismaður hefur Hjálmar verið ötult skáld. Hann hefur ort ljóð og sálma sem birst hafa í Sálmabókarviðbæti og samið smásögur og greinar um ýmis efni.

Jólaplatti Hannesarholts verður borinn fram fyrir viðburðinn á 1.hæðinni frá kl.18.30 fyrir þá sem það vilja. Við píanóið verður Pálmar Ólason. Borðapantanir í síma 511-1904, á hannesarholt@hannesarholt.is og á Facebook.

Upplýsingar

Dagsetn:
14/12/2017
Tími:
20:00
Verð:
kr.1500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/atburdir/1/10271/Kvoldstund_med_Hjalmari_Jonssyni

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg