Hleð Viðburðir

TÓNALJÓÐ

Sunndagstónleikar 7. janúar kl 14:00

Sunnudaginn 7. janúar ætla Úlfhildur Þorsteinsdóttir, víóluleikari, og Jane Ade Sutarjo, píanóleikari, að halda saman tónleika í Hannesarholti.

Úlfhildur og Jane kynntust í Listaháskólanum þegar þær hófu báðar þar nám árið 2008. Þær hafa báðar lagt stund frekara nám. Jane lauk mastersnámi frá tónlistarháskólanum í Osló vorið 2016. Úlfhildur mun ljúka mastersnámi sínu frá Codarts listaháskólanum í Rotterdam, Hollandi, í sumar.  Nú stilla þær saman strengi sína á nýjan leik og flytja verk fyrir víólu og píanó.

Á efnisskránni eru:

  1. Schumann       Adagio og Allegro
  2. Britten             Lachrymae
  3. Clarke              Sonata

Aðgangseyrir: kr. 2500 en frítt er fyrir börn, 12 ára og yngri.

Opið verður í Veitingastofum Hannesarholts fyrir viðburð og því tilvalið að koma í brunch fyrir viðburðinn

Upplýsingar

Dagsetn:
07/01/2018
Tími:
14:00
Verð:
kr.2500
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://midi.is/tonleikar/1/10282/Tonaljod

Skipuleggjandi

Ulla Þorsteinsdóttir og Jane Ade Sutarjo
Phone
511 1904

Staðsetning

Hannesarholt
Grundarstígur 10
Reykjavík ,
+ Google Map