Farfuglatónleikar: Kl. 14:00 – Gulli Björnsson og Jiji Kim
30/12/2017 @ 14:00
| kr.2500Farfuglatónleikar Hannesarholts
30. desember kl. 12.00 – 22.00
Aðrir tónleikar dagsins eru tónleikar gítarleikaranna Gulla Björnssonar og Jiji Kim
Leiðir gítarleikaranna og tónlistarmannanna Gulla Björnssonar og Jiyeon Kim lágu saman í Yale School of Music þar sem þau útskrifuðust með mastersgráðu í tónlist síðastliðið vor en kennari þeirra þar var Benjamin Verdery. Bæði hafa þau komið víða við í listsköpun sinni, í kvikmyndagerð, myndlist og leikhúsi auk þess sem þau fást bæði við tónsmíðar. Fjölþættur bakgrunnur og víðfeðmt áhugasvið þeirra endurspeglast í viðfangsefnum dúettsins LINÜ þar sem saman renna klassísk tónlist og spuni og glænýjar tónsmíðar fyrir bæði klassíska gítara og rafmagnsgítara auk þess sem þau hafa starfað með listamönnum úr öðrum geirum, má þar nefna nýlegt samstarfsverkefni með myndlistarmanninum og arkitektinum Drew Busmire þar sem LINÜ frumflutti tónverk fyrir sýndarveruleikagleraugu.
Á meðal tónleikastaða sem þau hafa komið fram í eru Carnegie Hall, National Sawdust, Miller Theater, Mass MOCA, Subculture NYC, LIstasafnið í Fíladelfíu (Philadelphia Museum of Art), Princeton Sound Kitchen, Breska-listasafnið við Yale, Harpa, Merkin Hall og Metropolitan-listasafnið í New York.