Hleð Viðburðir

Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á sjötugsafmælið sitt með sinni eigin tónleikaröð árið 2018 þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu.

Tónleikarnir verða samtals tíu talsins og munu hinir ýmsu píanóleikarar ganga til liðs við Guðnýju. Á þessum tónleikum í júlí er meðleikari Gerrit Schuil.

Tónleikarnir fara fram á síðasta sunnudegi hvers mánaðar í Hannesarholti og hefjast kl. 12:15. Hægt verður að kaupa miða á fimm fyrstu tónleikana með afslætti á samtals 12,500 eða staka miða á 3000. Miðasala verður á tix.is. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja.

Einnig býðst að bóka helgarbruch með afslætti í veitingastofum Hannesarholts á kr.2500 í tengslum við tónleikana. Borðapantanir í síma 511-1904.

29. JÚLÍ:
Píanóleikari: Gerrit Schuil

  • 26. ÁGÚST: Píanóleikari: Peter Máté
  • 30. SEPTEMBER: Píanóleikari: Jane Sutarjo
  • 28. OKTÓBER: Píanóleikari: Richard Simm
  • 25. NÓVEMBER: Píanóleikari: Nína Margrét Grímsdóttir

Upplýsingar

Dagsetn:
29/07/2018
Tími:
12:15
Verð:
kr.3000
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://www.tix.is/is/buyingflow/tickets/5542/

Skipuleggjandi

Guðný Guðmundsdóttir

Staðsetning

Hjóðberg
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904
View Staðsetning Website