Hleð Viðburðir

Leiklestur í Hannesarholti á nýju íslensku verki sem nefnist Fáir, fátækir, smáir.

Höfundur: Sveinn Einarsson

Fáir, fátækir, smáir fjallar um uppþot sem á sér stað í íslensku samfélagi. Ráðherra hverfur sporlaust, erlend þjóð vill kaupa stóran hluta af landinu og stjórn, skipulag, tungumál og þjóðarímynd okkar lítur út fyrir að ætla að velta á hliðina. Hvað er þá til bragðs að taka?

Leikarar: Þór Tulinius, Brynhildur Guðjónsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Alexander Dantes Erlendsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Orri Huginn Ágústsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir

Leikstjóri: Árni Kristjánsson

Tónlist: Guðni Franzson

Útlit: Helga Björnsson

Húsið opnar kl.18.30. Möguleiki á að fá einfaldan kvöldverð á undan leiklestrinum: grænmetisböku með salati. Borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

Upplýsingar

Dagsetn:
09/09/2018
Tími:
20:00 - 21:30
Verð:
ISK1800
Viðburður Category: