Byggingarár og íbúar

Húsið að Þingholtsstræti 17 er byggt árið 1882 skv. húsaskrá og var fyrsti eigandi þess Jón Símonarson smiður. Það var byggt sem s.k. reisiverkshús (sbr. húsaskrá) Þorsteinn Gíslason og kona hans, Þórunn Gíslason, eignuðust húsið árið 1907 og bjuggu þar lengi ásamt börnum sínum. Sum barnanna bjuggu þarna áfram allt til dauðadags.

Húsið hefur mikið varðveislugildi og hefur nokkrum sinnum fengið styrki úr Húsverndarsjóði.

Í greininni  Á göngu með Guðjóni í Helgarpóstinum árið 1988 segir Guðjón Friðriksson að í húsinu nr. 17 hafi búið merkur maður:

“Það var Porsteinn Gíslason, faðir Gylfa Þ Gíslasonar og Vilhjálms Þ. Gíslasonar, og þetta er æskuheimili þeirra. Þorsteinn Gíslason var einn þeirra manna sem höfðu hirð í kringum sig, hingað komu stjórnmálamenn og listamenn og héldu nánast til hjá honum á kvöldin. Þar var rætt um stjórnmál og listir og þær umræður hafa þeir Vilhjálmur og Gylfi sjálfsagt drukkið í sig sem börn.”

Í Þættinum Flakk með Lísu Pálsdóttur og Guðjóni Friðrikssoni þ. 22. september 2007 segir Guðjón einnig:

“Hús nr. 17 – Þorsteinn Gíslason bjó hér, blaða- og bóksali og skáld. Faðir Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilhjálms Gíslasonar o.fl. Gaf út fjölmörg blöð, t.d. Lögréttu, Óðinn, bækur o.fl. Allt prentað í Gutenberg. Heimilið var n.k. miðstöð stjórnmálamanna og listamanna. Áður en útvarp kom voru ákveðin heimili í bænum miklar miðstöðvar, menn gátu komið og notið félagsskapar; lesið upp, umræður og tónlist.”

Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

  • 1904: Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að jarðarför Svends J. Hall, er andaðist 14. þ. m., fer fram þriðjudaginn 20. þ. m., kl. 11 að heimili hans Þingholtsstræti 17. Fyrir hönd skyldmenna Guðrún Pétursdóttir (tilkynning)
  • 1904: Hattar! Hattar! Hattar handa eldri og yngri dömum eru saumaðir eftir nýjustu tízku, úr vönduðu efni og smekklegu skrauti. Telpuhattar og kýsur, mikið úrval nú sem stendur. Alt selt með 10% afsl. fyrir jólin. Þingholtsstræti 17.  Anna Ásmundsdóttir (augl.)
  • 1904: Sveitastúlkur! í sumar, þegar þið komið til Reykjavíkur, ættuð þið að líta inn til mín og skoða reiðhúfurnar ljómandi fallegu, sem eg ávalt hefi tilbúnar. Anna Ásmundsdóttir. Þingholtsstræti 17 (augl.)
  • 1906: Lögrjetta. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason, Þingholtsstræti 17 (forsíða)
  • 1907: Kennslu veitir í ýmsum nýjum hannyrðum, og bóklegu, og selur áteiknað  Margrét Stefánsdóttir , Þingholtsstræti 17 (augl.)
  • 1917: Þorsteinn Gíslason fimtugur. í dag eiga póst- og símasendlar óvenjukvæmt í Þingholtsstræti 17, og um hádegi var komin heil hrúga af símskeytum, kvæðum og óbundnum heillaóskum á borðið hjá afmælisbarninu og skifti það mörgum tugum eða ef til vill hundruðum, Hér er lítið sýnishorn:”  (grein) – Sjá eina vísu sem þarna birtist hér fyrir neðan:
  • 1918: Þorsteinn Gíslason ritstjóri, Þingholtsstræti 17 gegnir vátryggingastörfum fyrir mína hönd í fjarveru minni. Þorvaldur Pálsson læknir (tilkynning)
  • 1922: Óðinn, mánaðarblað með myndum. Útgefandi: Þorsteinn Gíslason. Ritstjóri Þorsteinn Gíslason, Þingholtsstræti 17 (tilkynning)
  • 1932: Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar og afgreiðsla Lögrjettu og Óðins er nú flutt úr Lækjargölu 2 í Þingholtsstræti 17 (tilkynning)
  • 1932: Bókaversl. Þorsteins Gislasonar Þingholtsstræti 17 hefur viðskifti vid allar islenskar bókaverslanir (augl.)
  • 1932: 3 herbergi og eldhús til leigu. Þingholtsstræti 17 (augl.)
  • 1934: Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiftin á liðna árinu. Ásgeir Ásgeirsson, Þingholtsstræti 17. Kjötbúðin, Þingholtsstræti 15 (augl.)
  • 1936: Tilkynning. Heimabakaðar kökur frá mér, verða framvegis seldar í brauðabúðinni á Framnesvegi 38. Margrét Jónsdóttir, Þingholtsstræti 17 (augl.)
  • 1938: Maðurinn minn elskulegur, Þorsteinn Gíslason ritstjóri, andaðist á heimili okkar, Þingholtsstræti 17, 20. október. Þórunn Gíslason (tilkynning)
  • 1938: Eftirmæli um Þorstein Gíslason í Heimskringlu eftir Alexander Jóhannsson (grein)
  • 1938: Þorsteinn Gíslason skáld og ritstjóri. Eftirmæli í Vísi 3. nóv. 1938 (grein)
  • 1952: Æ. F. R.-Félagsfundur verður í kvöld kí. 9 að Þingholtsstræti 17. Þar verða kosnir fulltrúar á 11. þing ÆF og Þorsteinn Valdimarsson flytur frásögn frá Ðanmörku (grein)
  • 1953: “Enn má geta þess, að síðast á árinu stofnaði frk. Nanna Þ. Gíslason verzlun í Þingholtsstræti 17, og hefur hún m. a. á boðstólum vörur frá Í. H. Má segja, að vel horfi fyrir fyrirtækinu og nú þegar hafi góðum áföngum verið náð.” (Úr fréttum)
  • 1954: Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Ásgeir Ásgeirsson, verzl. Þingholtsstræti 17 (augl.)
  • 1955:  Pálína Jónsdóttir, minningarorð: “Og áfram bjó hún ein í loftherberginu sínu litla í Þingholtsstræti 17 um mörg ár. Gegndi furðu hve margir rúmuðust í því herbergi og þeir voru ekki fáir, sem hlutu þar veitingar og þráða hvíld er þeir komu upp þangað, þreyttir af strætum borgarinnar”. (Grein)
  • 1966:  Leppana og vettlingana á börnin í sveitina fáið þið í Hannyrðaverzl. Þingholtsstræti 17 (augl.)
  • 1966: Minningarorð um Þórunni Pálsson, ekkju Þorsteins Gíslasonar. Þar er m.a. fróðleg lýsing á heimili fjölskyldunnar að Þingholtsstræti 17.“Af persónu og margháttuðum störfum húsbóndans í Þingholtsstræti 17 leiddi mikla mannaferð á heimilið. Ýmsir áttu erindi við Þorstein vegna stjórnmálastarfa hans, og ung skáld komu til hans í smiðju og leituðu ráða. Um áratugi var þar á heimilinu umræðumiðstöð ýmissa stjórnmálamanna og bókmenntamanna.” (Grein).
  • 1967: Minningarorð um Nönnu Þ. Gíslason, Þingholtsstræti 17 (dóttur Þorsteins Gíslasonar) sem stofnaði hannyrðaverslun þar 1951/52 og rak til dauðadags (grein)
  • 1979: Æskuheimili í gný stjórnmálanna – rætt við Vilhjálm Þ. Gíslason:“Æskuheimili mitt var fullt af pólitískum gný timans og þar var gefið út höfuðmálgagn Heimastjórnarflokksins, Lögrétta og annað blað sem var mánaðarblaðið Óðinn, myndablað sem hafði að sinu leyti áhrif á bókmenntir og sögu.” (Grein).
  • 1979: Minningarorð um Baldur Þ. Gíslason (son Þorsteins Gíslasonar) sem bjó alla sína ævi í Þingholtsstræti 17, fyrst með foreldrum sínum og systkinum en síðustu árin einn (grein)
  • 1982: Minningarorð um Vilhjálm Þ. Gíslason, (son Þorsteins Gíslasonar) þar sem heimilið að Þingholtsstræti 17 kemur við sögu (grein)
  • 1983: Kjólar – kjólar. Til sölu fallegir kjólar og pils. Stærðir: 36-52. Einnig unglingakjólar. Bómullarnærfatnaður í stórum númerum og margt fleira. Þingholtsstræti 17 (augl.)
  • 1985: Húðflúrstofa Reykjavíkur, Þingholtsstræti 17 (augl.)
  • 1987: Vinnustofa Kristínar og Sigurbjargar. “Kristín Jónsdóttir og Sigurbjörg Guðjónsdóttir eru með vinnustofu í Þingholtsstræti 17. Þar eru þær með vefstóla og vefa aðallega mottur (grein)
  • 1997: Kvennakirkjan hefur fengið húsnæði undir starfsemi sína í Þingholtsstræti 17 í Reykjavík (grein) – tilkynningar um starfsemi öðru hverju til 2001 í húsinu.
  • 2004: Minningarorð um Gylfa Þ. Gíslason (son Þorsteins Gíslasonar) sem ólst upp í Þingholtsstræti 17 (grein)
  • 2005: Minningarorð um Þorstein Gylfason m.a. eftir Baldur Símonarson. Baldur segir:“Mér eru minnisstæðar heimsóknir okkar Þorsteins í Ingólfsstræti 14 til afa hans og ömmu, Vilmundar og Kristínar. Vilmundur hafði mikil áhrif á mig og mótaði Þorstein mjög. Í Þingholtsstræti 17 bjó Þórunn, móðir Gylfa, með fjórum ógiftum börnum sínum. Þar var ótrúlegur og ólýsanlegur ævintýraheimur, austurlenskir munir og uppstoppuð dýr frá fjarlægum löndum. Í minningunni er Þingholtsstræti 17 nær óraunverulegt, og ég efast um að nokkur skáldsaga eða kvikmynd geti náð þeim blæ sem þar ríkti.” (Grein).