Húsin tvö, það fyrra og síðara

Húsið sem nú stendur við Þingholtsstræti 18 var byggt árið 1968 af Davíð S. Jónssyni en heildsala hans var til húsa í tugi ára í Þingholtsstræti 18, fyrst í upprunalega húsinu og síðar í því nýja. Árið 1996 gáfu Davíð og fjölskylda hans Menntaskólanum í Reykjavík húsið til minningar um konu Davíðs, Elísabetu Sveinsdóttur. Nafnið Elísabetarhús er nú opinbert nafn hússins.

Húsið sem áður stóð við Þingholtsstræti 18 var keypt árið 1891 af þeim hjónum Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940) og Valdimar Ásmundssyni (1852-1902) en hér á þessum vettvangi liggja ekki enn fyrir upplýsingar um upphaflegt byggingarár þess. Bríet bjó í húsinu til æviloka.

Það átti fyrir Bríeti að liggja að skipa sér í raðir merkustu kvenna þessa lands eins og allir vita og verður hennar ætíð minnst sem hugsjóna- og baráttumanneskju fyrir réttindum kvenna hér á landi og kvenfrelsi. Því verður best lýst með því að vitna í aldarminningu um hana frá 1956:

“Þegar gengið er upp Amtmannsstíginn og beygt til hægri handar komum við að húsinu númer 18 í Þingholtsstræti, tvílyftu húsi, klæddu bárujárni, sem lætur ekki mikið yfir sér, en vegfarandinn sem fer þarna um man stundum eftir að þarna er eigi að síður merkur sögustaður aldarinnar. Þarna bjó Bríet Bjarnhéðinsdóttir um hálfa öld, fyrst með manni sínum Valdimar Ásmundssyni, ritstjóra Fjallkonunnar, og síðan sem ekkja með börnum sínum tveimur, Héðni og Laufeyju. Þar var Kvenréttindafélag fslands stofnað 1907. Þar var afgreiðsla Kvennablaðs hennar. Þar komu konur saman á sínum tíma að ræða stofnun verkakvennafélags til að bæta launakjör verkakvenna og 1914 var svo verkakvennafélagið Framsókn stofnað að tilhlutun Kvenréttindafélagsins. Lestrarfélag kvenna í Reykjavík er einnig sprottið upp úr lesstofu þeirri er K.R.F.Í. beitti sér fyrir á fyrstu formennskuárum Bríetar. Straumar og stefnur tuttugustu aldarinnar hafa mætzt þarna og áhrifin frá húsinu í Þingholtsstræti 18 munu seint fyrnast í sögu okkar.” (Bríet Bjarnhéðinsdóttir: Aldaminning. Þjóðviljinn 27. september 1956)

Vinnumiðstöð kvenna hafði miðstöð um tíma í Þingholtsstræti 18 og þar var einnig skrifstofa Mæðrastyrksnefndar a.m.k. milli 1932 og 1953.

Árið 1954 flutti skrifstofa og vöruafgreiðsla umboðs- og heildverslunar Davíðs S. Jónssonar í Þingholtsstræti  18. Davíð byggði síðan nýtt hús í stað þess gamla árið 1968 eins og áður er sagt og gaf það Menntaskólanum árið 1996.

Þeir einstaklingar eru orðnir margir sem um tíma leigðu eða höfðu aðsetur í Þingholtsstræti 18, því eftir að Bríet varð ekkja, alltof snemma og hafði fyrir tveimur börnum að sjá,  þeim Héðni og Laufeyju, leigði hún út öll herbergi sem hún gat til sjá fyrir fjölskyldunni. Í húsinu höfðu líka seinna meir fleiri fyrirtæki aðsetur en heildverslun Davíðs, eins og sjá má hér á auglýsingum úr dagblöðum hér neðar.

Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar

  • 1891: Skrifstofa og afgreiðsla Fjallkonunnar, Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1892: M. J. Chr. Jensen: Bókbandsverkstofa. Þingholtsstræti 18. (“Fjallkonan hefir afgreiðslu og ritstjórn i sama húsi). Tekr bækr til bands og heftingar. Vandaðasta band og innhefting, sem fæst hér á landi, og ódýrari enn dæmi eru til (augl.)
  • 1892: Hvallýsi til sölu í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1892:  Dökt vaðmál norðlenskt, mjög vandað, er til sölu í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1914: Stúlka óskar eftir að annast lítið barn útivið. Uppl. Þingholtsstræti 18 uppi (augl.)
  • 1893: Sveitamenn sem koma til Reykjavíkr, bæði langferðamenn og kaupendr blaðsins úr nærsveitunum, ætfcu að koma við á afgreiðslustofu blaðsins í Þingholtsstræti 18, þar sem útgefandann er venjulega heima að hitta (augl.)
  • 1894: Norðlenzkt ullarband Ijósgrátt, dökkgrátt og svart, tvinnað og þrinnað fæst í Þingholtsstræti 18 (augl.)  – Auglýst af og til a.m.k. til 1901.
  • 1895: “Kvennablaðið” kemur út einu sinni í mánuði, 12 blöð á ári, og kostar 1 kr. 50 aura. Þriðjungur verðsins borgist fyrirfram, en 1 króna í júlímánuði. Segi nokkur upp blaðinu, láti útgefanda vita skriflega fyrir 1. október. – Afgreiðsla: Þingholtsstræti 18″ (augl.)  – [Útgefandi var Bríet Bjarnhéðinsdóttir].
  • 1895: Gott þorskalýsi óskast keypt í Þingholtsstr. 18 (augl.)
  • 1896: Nokkrir hestar af töðu óskast til kaups í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1896: Agætt nærfatavaðmál er til sölu í Pingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1896: Hvaltunna með óljósu merki, sem komið hefir vestan af Önundarfirði, er í Þingholtsstræti 18 og getr réttr eigandi vitjað hennar (augl.)
  • 1899:  Íslenzk blöð (innbundin) til sölu í Þingholtsstræti 18: Þjóðólfur Svb, Hallgrímssonar og Jóns Guðmundssonar allur (2 eintök); enn fremur “Þjóðólfur” Matth. Jochumssonar. Ísafold 1874-1883. Víkverji allur. Suðri allur. – Eintökin eru góð (augl.)
  • 1899: Kæfa ágæt, bæði smákæfa og stykkjakæfa (frá góðu heimili í Þingeyjarsýslu), er til sölu í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1899: …Samkvæmt ofanritaðri tilkynningu hefi ég tekið að mér innheimtu á borgun fyrir yfirstandandi árgang Dagskrár. Rvík, Þingholtsstræti 18. Virðingarfylst. Jón Bjarnason (augl.)
  • 1900: Skilvindur og smjörvélar. Leiðbeiningar um það, hvar beztar og hentastar skilvindur og smjörvélar er að fá, fást í Þingholtsstræti 18  (augl.)
  • 1900: Dömuskrifborð mjög vel vandað er til sölu. Upplýsingar í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1901: Til sölu dúplíköt af Þjóðólfi, Ísafold, Íslendingi eldra, Víkverja, Suðra og fleiri blöðum. Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1901: Nærsveitamenn, svo sem Árnesingar, Mosfellingar, Kjalnesingar, Kjósungar, Seltirningar og Vatnsleysustrendingar eru beðnir að vitja Fjallkonunnar á heimili hennar í Þingholtsstræti 18  (augl.)
  • 1902: Undirskrifaður kennir piltum latínu í vetur. Þeir, sem vilja láta mig kenna piltum latinu, gefi sig fram sem fyrst, helzt fyrir 20. þ. m. Reykjavik, Þingholtsstræti 18. 7/9 ’02. Ólafur Ólafsson (augl.)
  • 1903: Nýprentað: Tíðavísur II eftir Plausor. Verð: heft 40 au.; ibd.50 au. Fást i Þingholtsstræti 18. Jónas Jónsson. Einnig hjá bóksölunum (augl.)
  • 1903: Undirrituð tekur að sér barnakenslu í vetur. Þingholtsstræti 18. Ragnheiður Jensdóttir (augl.)
  • 1904:  Blómfræ og matjurtafrae garðyrkjufélagsins selur Ragnheiður Jensdóttir Þingholtsstræti 18  (augl.)
  • 1904:  Kensla. Stúdent veitir tilsögn í gagnfræða og latínuskólanámsgreinum. Nánari uppIýsingar í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1904:  Stofa, með húsgögnum ef vill, er til leigu fyrir einhleypa í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1907: Brynjólfur Björnsson tannlæknir Þingholtsstræti 18. Heima kl. 10-2 og 4-6  (augl.)
  • 1908: Jóla- og nýárskort eru nýkomin, sérstaklega falleg og ógrynni úr að velja. Einnig allskonar tækifæriskort fást í Þingholtsstræti 18. Svanlaug Benediktsdóttir. Þar fást einnig bundnir líkkranzar úr ýmsu efni (augl.)
  • 1908: Lestrarstofu handa konum hefir Kvenréttindafélag Íslands sett á fót í austurhorninu á Melstedshúsi hér í bænum. Stofan er opin frá kl. 5 -7 og 8-10 alla daga vikunnar. Utanfélagskonur, sem óska að nota hana, snúi sér til form. félagsins frú B. Bjarnhéðinsdóttir Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1909:  Gott fæði fæst í Þingholtsstræti 18 fyrir aðeins 25 kr. um mánuðinn. Einnig húsnæði á sama stað (augl.)
  • 1909: Lifandi blóm, óvanalega falleg, fást í Þingholtsstræti 18. Svanlaug Benediktsdóttir (augl.)
  • 1910: Herbergi til leigu fyrir einhleypa, Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1911: Tilsögn í fortepiano og orgelspili veitir Áslaug Ágústsdóttir, Þingholtsstræti 18 (niðri)  (augl.)
  • 1911: Fæði selur Anna Benediktsson, Þingholtsstræti 18 niðri (augl.)
  • 1911:  Stúlka óskast til léttra morgunverka í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1912:  Fæði og húsnæði fæst í Þingholtsstræti 18. niðri. Sjerlega hentugt fyrir mentaskólanemendur  Lovísa Jacobsen (augl.)
  • 1912: Undirrituð kennir söng guitarog fortepianospil. Hittist daglega kl. 12-2 e. m. Þingholtsstræti 18. Kristín Benediktsdóttir (augl.)
  • 1913: Gott fæði fæst í Þingholtsstræti 18 uppi (augl.)
  • 1915:  Þeir sem þurfa að fá sér stúlkur til útivinnu á næstkomandi vori og sumri, hvort heldur til sveitavinnu eða fiskvinnu, geri svo vel að snúa sér til annarhvorrar okkar undirritaðra sem tökum að okkur að útvega duglegar stúlkur gegn sæmilegu kaupgjaldi. Reykjavík 2. mars 1915. Jónína Jónatansdóttir, Þingholtsstræti 15. (p. t. form. Verkakvenfél. “Framtíðin”). Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1916: Matreiðslunámsskeið handa húsmæðrum… Umsóknir séu skriflegar, og sendist form. Kvenréttindafél. frú Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, Þingholtsstræti 18, fyrir lok þessa mánaðar. Stjórnin (augl.)
  • 1918: Duglegur drengur óskast til þess að bera reikninga út um bæinn. Uppl. i Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1918: Atvinnu getur stúlka fengið við að gæta leikvallarins við Grettisgötu i sumar daglega frá kl. 10 árd. til kl. 3 eftir hádegl. Tilboð sendist til frá Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Þingholtsstræti 18 og verða að vera komin fyrir hvítasunnu. Leikvallanefndin (augl.)
  • 1920: Þorkel Blandon, lögfræðingur Þingholtsstræti 18. selur hús á ýmsum stöðum í bænum (augl.)
  • 1922: Góð og ábyggileg stúlka, óskast til strauningar. Uppl í Þingholtsstræti 18 niðri (augl.)
  • 1926: Stór grammófónn og nokkrar plötur til sölu. Verð alls aðeins 100 krónur. Þingholtsstræti 18, uppi (augl.)
  • 1927: Þingmenn geta fengiS þjónustu og strauningu i Þingholtsstræti 18, niðri. Margrét Þórðardóttir (augl.)
  • 1928: Börn óskast til aS selja smárit. Komi í Þingholtsstræti 18, uppi, milli 6-8 í dag og- á morgun (augl.)
  • 1928: Stúlka eða unglingur óskast til morgunverka til sláttar. Tveir í heimili. Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1929: Hefi flutt saumastófu mína úr Þingholtsstræti 18 á Vesturgötu 17 (nýja húsið). Guðríður Stefánsdóttir (augl.)
  • 1929:  Kvenréttindafélag Íslands heldur fund annað kveld kl. 8 1/2 í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1930: Stúlka óskast til morgunverka á lítið tveggja manna heimili. Uppl. í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1931: Frétt um stofnun Vinnumiðstöðvar kvenna sem hefur aðsetur í Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1931: Vinnumiðstöð kvenna. hefir stúlkur til morgunvistar, morgunverka, hreingerninga, þvotta, saumaskapar, þjónustubragða, barnagæslu a kveldin og hvers konar annara heimilisstarfa. Stofan er opin 3-6. Simi 1349. Þingholtsstræti 18, nidri (augl.)
  • 1931: Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sjötíu og fimm ára (augl.)
  • 1932: Auglýsing frá skrifstofu Mæðrastyrksnefndar, Þingholtsstræti 18  (augl.)
  • 1933:  A.S.B. Félag afgreiðslustúlkna í brauða og mjólkursölubúðum. Fundur í kveld i Þingholtsstræti 18, kl. 9 e. h. Umræðuefni: Samningatilraunir við bakara. Opinn fundur (augl.)
  • 1934: Starfsstúlknafél. Sókn heldur fund í Þingholtsstræti 18, föstudag 9. nóv. kl. 9 e. h. Nýir félagar teknir inn. Stjórnin (augl.)
  • 1935: Kvennadeild vinnumiðiunarskrífstofunnar er flutt úr Þingholtsstræti 18 í Hafnarstræti 5 (Mjólkurfjelagshúsið) og verður opin til afgreiðslu kl. 3 til kl. 5 síðdegis daglega. Vinnumiðlunarskrifstofan í Reykjavík, Hafnarstræti 5, Sími 2941 (augl.)
  • 1936: Bríet Bjarnhéðinsdóttir áttræð á morgun (augl.)
  • 1936: Bríet Bjarnhéðinsdóttir áttræð. Hún skýrir frá baráttu sinni í viðtali við Vilhj. S. Vilhjálmsson (augl.)
  • 1938: Ný Saumastofa. Saumum dömukápur og kjóla. Þingholtsstræti 18. Benedikta Bjarnadóttir (augl.)
  • 1939:  Kvennablaðið heitir myndarlegt blað, sem Kvenréttindafélag Islands gaf út 19. júní. Í ritinu eru ýmsar góðar greinar um réttindamál kvenna og önnur hagsmunamál þeirra. Ritið er selt á skrifstofu Kvenréttindafélagsins Þingholtsstræti 18 (augl.)  http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2736258
  • 1940:  A.S.B. Skrifstofa félagslns verður opin fyrst um sinn í Þingholtsstræti 18 á mánudögum og fimmtudögum kl. 6-8 (augl.)
  • 1940: Jarðarför móður okkar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur fer fram laugardaginn 30. mars og hefst kl. 1 ½  síðd. með húskveðju í Þingholtsstræti 18. Athöfninni í dómkirkjunni verður útvarpað. Laufey Valdimarsdóttir. Hjeðinn Valdimarsson (augl.)
  • 1940: Jarðarför frú Bríetar Bjarnhjeðinsdóttur fór fram í gær. Kvenþjóðin í Reykjavík sýndi hinni látnu merkiskonu virðing sína, með því að fjölmenna við jarðarförina. Sr. Bjarni Jónsson flutti húskveðjuna á heimilinu í Þingholtsstræti 18. Hann talaði einnig í kirkjunni. Blaðamenn báru kistuna í kirkju. Meðan á kirkjuathofninni stóð var fáni Kvenrjettindafjelagsins og islenski fáninn i kórdyrum, sitt hvoru megin vid kistuna. Med kvenrjettindafananum stóð frú Soffia Guðlaugsdóttir leikkona heidursvörð. Hún var i skautbúningi. En vid íslenska fánann var fulltrúi fra kvenstúdentafjelaginu. Konur úr Kvenrjettindafjelagi Íslands baru kistuna úr kirkju. Kistan var svört, prýdd hvítum blómum (frétt)
  • 1940: Bríet Bjarnhéðinsdóttir er borin til grafar í dag. (Minning)
  • 1943: Starfsemi Mæðrastyrksnefndar eftir Laufeyju Valdimarsdóttur [dóttur Bríetar].” “Mæðrastyrksnefndin hefir um margra ára skeið haft opna skrifstofu, í Þingholtsstræti 18, þar sem konur geta leitað ráða um ýms vandamál sín…” (frétt )
  • 1946: Kvenrjettindafjelag Islands biður meðlimi sína að mæta í Þingholtsstræti 18, kl. 13.30, í tilefni að minningarathöfn um Laufeyju Valdimarsdóttur (tilkynning)
  • 1946: 1946: Laufey Valdimarsdóttir. Nokkur kveðjuorð (grein)
  • 1954: Höfum flutt skrifstofu og vöruafgreiðslu í Þingholtsstræti 18. Davíð S. Jónsson & Co. umboðs- og heildverzlun (augl.) – Auglýsingar birtast til ársins 1990 a.m.k.
  • 1954: Mannvirki h.f. : Sími 81192 – Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1954: Metropolitan Trading Company h.f. í Þingholtsstræti 18 – Sími: 81192 (augl.)
  • 1955: Glersteypan h.f. Skrifstofa Þingholtsstræti 18 (augl.)
  • 1956: Bríet Bjarnhéðinsdóttir Aldarminning  (grein)
  • 1957: Verksmiðjan Max h.f., Þingholtsstræti 18 (augl.) – Auglýst til 1962 a.m.k.
  • 1958: Síðustu eintökin að hverfa. Mikil aðsókn var í gær að Bókamarkaði Máls og menningar að Þingholtsstræti 18 í gær (augl.)
  • 1961: Mæðrafélagið 25 ára: “Það var stofnað 14. febrúar 1936 – og vitanlega í Þingholtsstræti 18 hjá Laufeyju Validimarsdóttur. Stofnendur voru 47 konur.” (Grein)
  • 1962: Hannesína Sigurðardóttir – Minningarorð – “En fyrsti vísir að húsmæðraskólum var hússtjómarskóli Hólmfríðar Gísladóttur, Þingholtsstræti 18” (minning)
  • 1964: Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Hún lagði fyrst á brattann.  “Þegar ég heimsótti hana nú á áttræðisafmæli hennar í litlu stofuna  í Þingholtsstræti 18, þar sem hún hefur búið í áratugi, finn ég að fyrir framan mig situr mikil kona. Og þegar hún segir frá og dregur upp myndir úr rúmlega hálfrar aldar baráttusögu, þá er eins og ég sé að lifa upp sögu þjóðarinnar þessi ár.”  (Grein)
  • 1964: Sjötugur ritstjóri. HANNES Á LITLA KAFFI” segir frá blaðaútgáfu í Stálfjalli og Öskjuhlíð – “Þekktir þú Þorstein Erlingsson? – Já í sjón. Þegar ég sá Þorstein fyrst – hann bjó þá hjá Bríet í Þingholtsstræti 18, varð ég strax hrifinn af honum. Þetta mun hafa verið 1907.” (Grein)
  • 1977: Kvenréttindafélag Íslands 70 ára.” Eftir heimkomuna ráðfærði Bríet sig við konur hér á landi og varð niðurstaðan að hún boðaði til fundar að heimili sínu. Þingholtsstræti 18, 27 janúar 1907 Mættar voru 15 konur og samþykktu þær að stofna “Hið islenska kvenréttindafélag.” (Grein)
  • 1977: Svanhvít Aðalsteinsdóttir: Bríet Bjarnhéðinsdóttir (grein)
  • 1982:  Hittu strax á rétta tóninn, sem enzt hefur í 75 ár. Esther Guðmundsdóttir, formaður Kvenréttindafélags íslands rifjar upp í viðtali upphaf og störf KRFI á 75 ára afmælinu. “Hún kallaði saman 15 konur í Þingholtsstræti 18 þann 27. janúar 1907” (grein)
  • 1987: Kvenréttindafélag Íslands 80 ára (grein)
  • 1992: Konur inn fyrir búðarborðið. Guðjón Friðriksson segir frá frú Augustu Svendsen sem hóf eigin verslun í Reykjavík, glitsauma- og hannyrðaverslun, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík. “Byrjaði hún verslun sína í litlu þakherbergi í Þingholstsstræti 18 og verslaði aðallega með svuntur og slifsi og annað sem hæfði íslenska búningnum.” (Grein)
  • 1993: Veröld sem ég vil. Um útkomu bókar á vegum Kvenréttindafélags Íslands um sögu þess í 85 ár, skrásett af Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. “Fyrir forgöngu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur var Kvenréttindafélag Íslands stofnað 27. janúar 1907 á heimili hennar Þingholtsstræti 18. Af fimmtán konum sem þar komu við sögu bjuggu átta við þá götu og mætti því segja að vagga kvenréttindanna hér í bæ hafi verið þar og strætið réttnefnt kvenréttindagata.” (Grein)
  • 1996: Menntaskólinn í Reykjavík fær hús og lóð að Þingholtsstræti 18 að gjöf  (grein)
  • 1996: Með eld í æðum. Nokkur orð um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda Kvenréttindafélags Íslands, á 140 ára afmæli hennar (grein)
  • 1997: Kvenrétindafélag Íslands 90 ára (grein)
  • 1998: Útboð: Nr. 11068. Framkvæmdasýsla ríkisins fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í endurinnréttingu Þingholtsstrætis 18 og byggingu tengibyggingar milli Þingholtsstrætis 18 og Casa Nova (augl.)
  • 1999: Kennsla hafin í Þingholtsstræti 18 (frétt)
  • 1999: “Gamli andinn í nýju húsi” Menntaskólinn í Reykjavík tók í gær í notkun nýtt kennsluhúsnæði að Þingholtsstræti 18 sem skólinn fékk að gjöf á 150 ára afmæli sínum fyrir tæpum þremur árum (frétt)
  • 2002: Borgarstjóri lýsir yfir vilja til að borgin taki þátt í kostnaði við uppbyggingu MR. “Þegar Davíð S. Jónsson gaf okkur Þingholtsstræti 18 var farið í framkvæmdir við þetta nýja raungreinahús sem nú er risið en síðan voru allar framkvæmdir stoppaðar,” segir Yngvi.” (Frétt)
  • 2002: Kvenréttindafélag Íslands 95 ára. Íslenskt jafnrétti krufið. (Grein)
  • 2003:  Ótrúlegt hverju konurnar komu í verk. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar var fyrstu árin á heimili Laufeyjar Héðinsdóttur [hér á trúlega að standa Valdimarsdóttur] , í Þingholtsstræti 18 í Reykjavík (grein)
  • 2005:  Hið íslenska kvenréttindafélag var stofnað á þessum degið árið 1907. Stórafmæli kosningaréttar kvenna (grein)
  • 2005:  Liðveisla án skilyrða. “Fljótlega var skrifstofan flutt að Þingholtsstræti 18 í hús þeirra Laufeyjar og Bríetar. Þær lögðu neðri hæðina undir starfsemi Mæðrastyrksnefndarinnar.” (Grein)
  • 2005: Kvennalisti í Reykjavík árið 1908: Hefðu getað komið fimmtu konunni að (grein) http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3752669
  • 2007: Granítstétt í Þingholtunum. Minnisvarði reistur um merka konu (grein)