Upplýsingar óskast

Erfiðlega hefur gengið að afla upplýsinga um þetta húsnúmer eftir hefðbundnum leiðum. Hús nr. 19 er hvergi á skrá og hefur aldrei verið það opinberlega og því væri forvitnilegt að heyra frá þeim sem til þekkja. Númerabreytingar?

Þó er ljóst að árið 1910 er farið að nota þetta húsnúmer og auglýsingar taka að birtast í dagblöðum í tengslum við það.

Það vaknar t.d. sú spurning hvort þetta hafi hugsanlega verið útbygging frá númer 17 (algjörlega óstaðfestar getgátur) eða annað.


Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

  • 1910: Lögfræðiskandidatarnir Gisli Sveinsson og Vigfús Einarsson hafa sezt að hér í bænum, sem yfirdómslögmenn, og veita mönnum lögfræðislega  aðstoð. Þeir eiga heima í Þingholtsstræti nr. 19 (tilkynning)
  • 1911: Ávalt bestu kaupin á Palmine í Þingholtsstræti 19 (augl.)
  • Ágætar kartöflur í Þingholtsstræti 19 (augl.)
  • 1911: Ingveldur Thordersen er skráð til heimilis að Þingholtsstræti 19 og jafnframt ein þeirra kvenna sem rituðu nöfn sín undir áskorun um samskot til stofnunar Minningarsjóðs til heiðurs Hannesi Hafstein fyrrv. ráðherra vegna afskipta hans af kvenréttindamálum (áskorun)
  • 1975: Gott píanó til sölu og sýnis í dag að Þingholtsstræti 19. Sími 44270 (augl.)
  • 1982: Systrafélagið Alfa verður með fataúthlutun á morgun 17. þessa mánaðar. Síðasta úthlutun fyrir jól að Þingholtsstræti 19, milli kl. 15 og 17 (augl.)