Byggingarár

Húsið nr. 22A er byggt árið 1927 skv. fasteignaskrá. Um það eru litlar heimildir á Netinu og væru allir frekari fróðleiksmolar vel þegnir.


Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

  • 1927: Ég kenni börnum í vetur og byrja 4. okt. Heima kl. 1-2 og 8-9. Þingholtsstræti 22 A, neðst. Sigríður Hjartardóttir (augl.)
  • 1929: Gullbrúðkaup: Hjónin Kristófer Bárðarson og Ástríður Jónsdóttir, til heimilis í Þingholtsstræti 22 A (frétt)
  • 1929: Góða stúlku vantar mig í vist 14. maí. Málfriður Oddsson, Þingholtsstræti 22 A (augl.)
  • 1931: Hraust stúlka óskast 14. maí. – Uppl. Þingholtsstræti 22 A (augl.)
  • 1939: Lærið góð a þýsku hjá þýskum skiftistúdent. WERNER KIRSCH, Þingholtsstræti 22 A. Sími: 3543 (augl.)
  • 1944: Stúlku vantar á heimili Sigurjóns Pjeturssonar Þingholtsstræti 22 A (augl.)