Byggingarár

Húsið við Þingholtsstræti 30 er eitt af nýlegustu húsunum við götuna, byggt árið 1957 skv. fasteignaskrá. Það er íbúðarhús en Íslensk ull sf. er þar einnig til húsa.

Þingholtsstræti 30

Húsið í dagblöðum undanfarinna áratuga

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

  • 1958: Ályktanir kennaraþingsins. Helstu samþykktir 15. þings Sambands ísl. barnakennara: “6. Þingið samþykkir kaup á íbúð í húsinu Þingholtsstræti 30 til starfsemi sinnar, og lýsti sig samþykkt öiium framkvæmdum stjórnar sinnar þar að lútandi.” (frétt)
  • 1964: Hjúkrunarkvennafélagið kaupir efstu hæðinu í Þingholtsstræti 30 (frétt)
  • 1965: Auglýsing um minningarspjöld frá skrifstofu Hjúkrunarfélags Íslands, Þingholtsstræti 30 (augl.)
  • 1966: Höfum flutt læknastofur okkar að Þingholtsstræti 30, 4. hæð t. h. Sími 12012. Viðtöl eftir samkomulagi… (tilkynning)
  • 1966: Hef flutt teiknistofu mína að Þingholtsstræti 30, 4. hæð. Sími 10790. Jón Haraldsson, arkitekt (tilkynning)
  • 1993: íslensk ull sf., Þingholtsstræti 30, (gegnt Borgarbókasafninu), sími 622116 (augl.)
  • 2003: ÍSLENSK ull sf. – vinnustofa hefur flutt sig um set frá Þingholtsstræti 3 að Þingholtsstræti 30 (frétt)