Byggingarár

Rafrænar upplýsingar á netinu um þetta hús við Þingholtsstræti 35 eru af skornum skammti. Þó má sjá á vef Húsafriðunarnefndar að húsið ku vera byggt árið 1912 og fær styrki úr Húsverndarsjóði árið 1997 og 1998.

Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

Mikið var um auglýsingar eftir stúlkum til húsverka/hreingerninga og auglýsingar um herbergi til leigu, gegn t.d. hreingerningum alveg fram á árið 1950. Eftir það er nánast ekkert af húsinu að frétta í gegnum dagblöð.

  • 1925: Kensla i ensku og dönsku. Friðrik Björnsson, Þingholtsstræti 35 (augl.)
  • 1933: Páll Jónsson, kaupmaður er skráður til heimilis í húsinu (heimild)
  • 1936: Herbergi með forstofuinngangi, tíl Ieigu í Þingholtsstræti 35 (augl.)
  • 1942: Nokkrir menn geta fengið keypt fæði í Þingholtsstræti 35 (augl.)
  • 1942: Hjer með tilkynnist ættingjum og vinum, að ekkjufrú Caroline Jónassen andaðist að heimili sínu Þingholtsstræti 35 aðfaranótt 22. þ.m. (tilkynning)
  • 1942: Unglingsstúlka óskast strax. – Hátt kaup. Uppl. Þingholtsstræti 35 (augl.)
  • 1943: Húsnæði, fæði og hátt kaup geta nokkrar stúlkur fengið. – Uppl. Þingholtsstræti 35 (augl.)
  • 1950: Herbergi til leigu gegn gólfþvotti tvisvar í viku. Uppl. eftir kl. 5 e. h. í Þingholtsstræti 35 (augl.)