Byggingarár

Húsið nr. 8 við Þingholtsstræti er sagt byggt árið 1900 skv. fasteignaskrá og nr. 8 A árið 1904 í sömu skrá. Húsnúmeranotkun er svolítið á reiki, þannig er talað um hús 8 – 8 B í ársskýrslu Húsafriðunarnefndar árið 2009 og byggingarár talið 1903. Auglýsingar í dagblöðum sem varða húsið taka hins vegar að birtast árið 1900 og er oft minnst á hús nr. 8 B þó í dag virðist ekki sú merking ekki notuð. Í gömlu dagblaðaauglýsingunum hér fyrir neðan er ekki raðað sérstaklega eftir 8, A og B.

Húsið fékk styrk úr Húsverndarstjóði 2009 vegna mikilvægis í götuímynd.

Það er „hljótt“ um þetta hús í greinum og dagblöðum – þetta hefur að mestu verið hefðbundið íbúðarhús með lítilsháttar atvinnustarfsemi og þjóðþekktir menn og konur virðast ekki hafa búið þarna að séð verði eins og í mörgum öðrum húsum í Þingholtunum.


Húsið í dagblöðum liðinna tíma

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

Töluvert er auglýst af herbergjum til leigu í húsinu á fyrstu áratugunum 20. aldarinnar þó þær auglýsingar séu lítið birtar hér.

 • 1900: Valdemar Ottesen, Þingholtsstræti 8 auglýsir eftir prjónuðum ullartuskum hjá húsmæðrum…  (augl.)
 • 1901: Hárskeri. Hjá undirrituðum gefst mönnum kostur á að fá sig klipta og rakaða í Þingholtsstræti 8 á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 4-9 síðd. og á sunnudögum frá kl 8-11 árd. Virðingarfylst. Gísli Guðmundsson (augl.)
 • 1901: Undirritaður tekur að sér málfærslustörf. Bústaður Þingholtsstræti 8. Heima frá 12-2 o g 4 – 6 . Jón Þorkelsson. cand. jur. (augl.)
 • 1902: Til sölu smærri og stærri hús á góðum stöðum hér í bænum hefur Þorsteinn Gunnarsson Þingholtsstræti 8 (augl.)  – auglýsir fram til 1907.
 • 1902: Nýkomin Jóla- Nýárs- Brúðkaups og Fermngardagskort. Sömuleiðis falleg Peysuslifsi Halldóra Ólafsdóttir. 8 Þingholtstræti 8 (augl.)  – auglýsir til 1904.
 • 1903: Tækifæriskaup. Hjá undirrituðum geta menn fengið brúkuð sjóstigvél fyrir mjög lágt verð. Fleiri pör úr að velja. Sömuleiðis vel vönduð ný sjóstigvél, einnig haldgóða hversdags- og spariskó. Hagnýtið yður því þetta tilboð sem stendur að eins til 10. marz. Björn Hreiðarsson skósmiður. 8. Þingholtsstræti 8 (augl.)
 • 1904: Heiðruðu bæjarbúar! Þið sem þurfið að fá ykkur húsgögn svo sem Kommóður, Borð, Rúmstæði og fl. ættuð að koma og heyra þá ódýru prísa í Þingholtsstræti 8 á trésmíðavinnustofu áður enn þið festið kaup annarstaðar (augl.)
 • 1907: Ný prentun af Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Auglýstir af Jónasi Jónssyni, Þingholtsstræti 8, 20. jan. 1907 (augl.)
 • 1907: Í Þingholtsstræti 8B fást rúmstæði með fjaðradýnum. – Tækifæriskaup (augl.)
 • 1909: Húsnæði, fæði og þjónusta fæst í Þingholtsstræti 8 (uppi) – (augl.)
 • 1910: Nýmjólk af Seltjarnarnesi fæst keypt eftir hátið, í Þingholtsstræti 8 (niðri) – (augl.)
 • 1911: Stúlka þrifin óskast í vist frá 1. okt. Upplýsingar Þingholtsstræti 8 B. uppi (augl.)
 • 1911: Kenslu í málum og fleirum bóklegum námsgreinum veitir undirrituð, einnig í hannyrðum og byrjun í orgelspili. Sömuleiðis les ég með skólabörnum. – Til viðtals í Þingholtsstræti 8, til mánaðamóta, en eftir það á Smiðjustíg 7 (uppi). Steinunn Jósefsdóttir (augl.)
 • 1913: Kommóða er til sölu með tækifærisverði. Uppl. í Þingholtsstræti 8 B uppi (augl.)
 • 1914: – Auðsuppspretta. Augl. varðandi Antwerpensku verðbrjefin. Engilbert Einarsson. Þingholtsstræti 8. Reykjavík (augl.)
 • 1915: Menn eru teknir í þjónustu í Þingholtsstræti, 8 einnig strauning á hálslíni (augl.)
 • 1917: Gott stofuorgel óskast til kaups. Uppl. hjá Bjarna Péturssyni, Þingholtsstræti 8 (augl.)
 • 1917: Vélbátur ferst. Þar af er einn skipsverji úr  Þingholtsstræti 8. „3. Vélstjóri Valgeir Guðbjarnarson, Þingholtsstræti 8, lætur eftir sig ekkju og þrjú börn, óuppkomin. Ekkjan heilsulítil og fátæk. Fjölskyldan kynjuð vestan úr Olafsvík.“ (Frétt.)
 • 1919: Bifreið til sölu. Ein af beztu Ford-bifreiðum er til sölu nú þegar fyrir lágt verð. Upplýsingar gefar Stefán Þorláksson, Þingholtsstræti 8. – Heima kl. 6-7 e. h. (augl.)
 • 1919: Stúlka óskast í vetrarvist. Uppl. i Þingholtsstræti 8, suðurendanum. Viðtalstími eftir kl. 7 síðdegis (augl.)
 • 1921: Nokkrar tunnur af saltkjöti til sölu. Uppl. hjá Bjarna Péturssyni,  Þingholtsstræti 8 (augl.)
 • 1922: Nokkur börn geta komist að til að læra að stafa. Á sama stað geta telpur fengið tilsögn í að sauma. Uppl. Þingholtsstræti 8, kl. 8 síðdegis (augl.)
 • 1923: Stúlka óskar eftir annari í herbergi með sér. Þingholtsstræti 8 B (augl.)
 • 1923: Kona óskar éftir tauþvottum. Á sama stað geta menn fengið þjónustu. Þingholtsstræti 8 B, uppi (augl.)
 • 1923: Stofa, eldhús og geymsla til leigu. Þingholtsstræti 8 B (augl.)
 • 1926: „Árangurslaus leit hefir því miður orðið að vélbátinum Baldri, og er mjög hætt við að hann hafi farist.“ Meðal 4ra manna á bátnum var hásetinn Páll Sigurðsson, Þingholtsstræti 8 ókvæntur (augl.)
 • 1926: Tek menn í þjónustu og spinn lopa. Guðrún Kristjánsdóttir, Þingholtsstræti 8. Heima eftir kl. 5 (augl.)
 • 1930: Sendisvein vantar strax. Upplýsingar i Nýju fiskbúðinni, simi 1127, og hjá Sigurði Gíslasyni, Þingholtsstræti 8 (augl.)
 • 1935: Ráðskona, sem hefir verið á góðu heimili, og er vön hússtjórn, er þrifin, ráðdeildarsöm, dugleg í matreiðslu og barngóð, óskast á meðal stórt heimili, í nýju húsi, með öllum nýtísku þægindum. Hátt kaup. Fyrirspurnum ekki svarað í sima, aðeins við persónlegt viðtal eftir kl 7 1/2. – Guðmunda Jónsdóttir, Þingholtsstræti 8 B, niðri (augl.)
 • 1936: Tek að mér að sauma dömukápur og kjóla, barnaföt o. fl. eftir nýjustu tísku. Karitas Hjörleifsdóttir, Þingholtsstræti 8, uppi (augl.)
 • 1941: Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar, Þingholtsstræti 8, er opin daglega frá kl. 4-6 síðdegis (augl.)
 • 1948: Gunnar Jónsson Iögfræðingur. Skrifstofa Þingholtsstræti 8 (augl.) – auglýsir fram undir 1973.
 • 1959: Fasteignasalan Gunnar & Vigfús Þingholtsstræti 8 (augl.)