Bygging núverandi húss

Grundarstígur 7 er byggður árið 1906 skv. fasteignaskrá. Fyrsti eigandi hússins var Högni Finnsson trésmiður en hönnuður er ókunnur.

Húsið hefur mikið breyst frá því það var byggt. Upphaflega var húsið klætt með bárujárni á þrjá vegu en árið 1945 (líklega) var það múrhúðað utan með s.k. marmarasalla. Talað er um að húsið sé fúnkishús miðað við útlit í dag (1).


Starfsemi í húsinu í gegnum tíðina

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

  • 1911: A. Svendsen auglýsir saumaskap – kjólar, kápur, frakkar og fermingarfatnaður (augl.)
  • 1911: Auglýsing frá sumastofu D. Svendsen á dönsku (augl.)
  • 1911: Og enn auglýsir Dorthea Svendsen saumastofu sína en nú á íslensku á skemmtilegan hátt (augl.):
  • 1911: HERBERGI og FÆÐI fæst á Grundarstíg 7 (augl.) – einnig auglýst 1912 (augl.).
  • 1912: Guðný Vilhjálmsdóttir auglýsir barnakennslu fyrir börn undir skólaskyldualdri (augl.)
  • 1914 – 1916: Skrifstofa umsjónarmanns áfengiskaupa var staðsett á Grundarstíg 7 en flutti síðar á Laugaveg 31 í maí 1916. Hér er til gamans auglýsing frá 1916 (augl.)
  • 1932: Kjötbúðin Grundarstíg 7 auglýsir nýtt dilkakjöt (augl.)
  • 1953: Haustmarkaðurinn á Grundarstíg 7 – nýslátrað folaldakjöt með meiru (augl.)
  • 1979: Fallegar lopapeysur til sölu Grundarstíg 7 (augl.)
  • 2002: Litla jólabúðin var í 5 ár (2002-2006) til húsa í bakhúsi við Grundarstíg 7 sem upphaflega var byggt sem bílskúr (augl.) – Búðin var flutt á Laugaveginn árið 2006 (frétt).


Skemmtilegar fréttir úr gömlum dagblöðum/tímaritum

  • 1915: Skemmtileg frétt um messuvínskaup úr Nýju kirkjuriti frá 15. apríl árið 1915 (frétt)

Heimildir:

1. Páll V. Bjarnason. (2004). Húsakönnun:  Bergstaðastræti – Bjargarstígur – Grundarstígur – Óðinsgata – Spítalastígur. Reykjavík:  Árbæjarsafn