Markmið sjálfseignarstofnunarinnar Hannesarholts er að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og samveru.

Öllum ágóða af starfseminni verður varið til uppbyggingar stofnunarinnar.

Stofnendur

Hugmyndin að stofnun Hannesarholts er komin frá hjónunum Arnóri Víkingssyni og Ragnheiði Jónu Jónsdóttur en þau eru jafnframt eigendur Grundarstígs 10 ásamt fjórum börnum sínum.

Aðrir stofnendur Hannesarholts eru Salvör Jónsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Stefán Örn Stefánsson, Grétar Markússon, Gunnar S. Ólafsson, Páll Skúlason og Viðar Víkingsson.