Eigendur Grundarstígs 10 frá upphafi:

  • Hannes Hafstein fyrrv. ráðherra lét smíða húsið og flutti inn í október 1915, þá ekkjumaður ásamt fjölskyldu sinni.
  • Magnús Pétursson bæjarlæknir keypti húsið 1923 eftir andlát Hannesar (des. 1922). Magnús (1881 – 1959) var læknir í Strandahéraði 1909 – 1923 og gerðist þingmaður þess 1914 – 1923. Hann tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttunni og var formaður fullveldisnefndar sem starfaði milli þinga 1917 – 18. Hann var einnig í milliþinganefnd um berklavarnir og stóð m.a. ásamt öðrum að frumvarpi varðandi berklavarnir sem var stærra spor en annars staðar þekktist þó ekki næði allt í því fram að ganga.Magnús tók við embætti bæjarlæknis í Rvík 1922 og síðan héraðslæknis (embættin sameinuð 1932) til 1949. Magnús var tvíkvæntur og missti fyrri konu sína 1914. Þau áttu saman Pétur lækni sem lést 1949. Seinni kona hans var Kristín Guðlaugsdóttir. Þau eignuðust 4 börn en eitt þeirra, Anna, lést árið 1947.
  • Helgi Guðbrandsson sjómaður frá Akranesi og fjölskylda hans keyptu húsið árið 1928. Húsið var síðan í eigu ýmissa fjölskyldumeðlima sem bjuggu í húsinu til ársins 2007 er Helgi Guðbergsson læknir, barnabarn hans, seldi húsið.
  • Ragnheiður J. Jónsdóttir og Arnór Víkingsson keyptu húsið í desember 2007 ásamt börnum sínum fjórum, til að gera upp og opna almenningi. Húsið er í eigu félagsins 1904 ehf.