Frá 16. nóvember og fram að jólum geta gestir Hannesarholts gætt sér á dýrindis jólaplatta í hádeginu alla daga vikunnar.

Tvenns konar jólaplattar verða á boðstólnum, annars vegar Jólaplatti með hefðbundnum jólaréttum og hins vegar Vegan-Jólaplatti.

Jólaplatti

Jólasíld með lauk og kapers

Heit lifrarkæfa með sveppum og beikoni

Krabbasalat með maís og chili

Laxarós á rauðbeðublínis með piparrótarkremi

Rifjasteik með sveskjum og eplum

Gullostur með rauðlaukssultu

Heimabökuð randalína.

 

Vegan-Jólaplatti

Marínerað eggaldin í karrýsósu með lauk og kapers

Blómkáls-quinoa bollur með apríkósusósu

Kúrbítur með vegan-feta og granateplum

Gúrkurúllur með ætiþistlakremi

Hummus með bökuðum tómat

Epla og rauðbeðusalat með rúsínum

Hrákaka

 

Verð kr. 3.900

Borðapantanir í síma 511 1904 og á netfanginu hannesarholt@hannesarholt.is