Stína Ágústs og orgeltríó Leo Lindberg
HljóðbergStína Ágústsdóttir söngkona og sænski píanóleikarinn Leo Lindberg flytja nokkur frumsamin lög ásamt blöndu af blúsuðum standördum og fönkfylltu poppi. Meðleikarar þeirra eru ekki af verri endanum en Max Schultz, sænska gítarhetjan, og Chris Montgomery, einn eftirsóttasti jazztrommari Svíþjóðar, verða með þeim og má því búast við einstaklega skemmtilegum tónleikum. Ofnbakaður lax með rjómaosti, hnetum, karftöflumús, og fersku salati á 3.290 í veitingastofunum frá kl.18.30, borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is