Bókmenntaspjall – Gunnar Theodór Eggertsson

Hljóðberg

Gunnar Theodór Eggertsson spjallar um dýrasögur og barnabækur og fantasíur og hvað annað sem kemur upp í hugann í bókmenntaspjalli. Hann varði nýlega doktorsritgerð sína í almennri bókmenntafræði, sem nefnist Eiginleg dýr: Athuganir á veröldum dýra í tungumáli, menningu og sagnahefð, eða Literal Animals: An Exploration of Animal Worlds through Language, Culture and Narrative, við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Gunnar hefur einnig skrifað nokkrar bækur fyrir börn og ungmenni og hlaut m.a. Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Steindýrin árið 2008 og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Drauga-Dísu árið 2015. Vegan súpa og heimabakað brauð í boði frá kl.18.30 á kr.2150. Borðapantanir í síma 511-1904.

kr.1500

Bókmenntaspjall – Elsku Drauma mín og Ósjálfrátt

Hljóðberg

Hver er munurinn á því að skrifa ævisögu og skáldsögu? Höfundar bókanna Elsku Drauma mín og Ósjálfrátt, Þær Vigdís Grímsdóttir og Auður Jónsdóttir, ræða reynslu sína af því að fanga sömu bráðina í net ólíkra forma. Þriðja skáldkonan, Kristín Ómarsdóttir, leiðir umræðurnar og yfirheyrir þær eftir bestu getu – með aðstoð áhorfenda.

kr.1500

BÓKAGLEÐI MEÐ ÁRNASTOFNUN

Grundarstígur 10, Reykjavík, Iceland

Nýjustu bækur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verða [...]

Útgáfu Ævintýri í Hannesarholti

Hannesarholt Grundarstígur 10, Reykjavík

Útgáfu Ævintýri í Hannesarholti Vigdís Grímsdóttir átti stórafmæli í [...]

Bókvit í Hannesarholti

Hannesarholt Grundarstígur 10, Reykjavík

Bókvit í Hannesarholti 23.nóvember Hannesarholt hefur í gegnum tíðina [...]