Tónleikar (Concerts)
Már Gunnarsson styrktartónleikar
HljóðbergHinn ungi og efnilegi píanóleikari Már Gunnarsson efnir til styrktartónleika vegna hljóðfærakaupa með honum verða; Herbert Guðmundsson, Geir Ólafsson, Ívar Daníels, Magnús Hafdal, Ísold Wilberg og Ágúst Ingvarsson
“Á vængjum söngsins” Diddú og Anna Guðný
HljóðbergNotalegt laugardagssíðdegi með söngspili vinkvennanna Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Kristín Þorkelsdóttir sýnir pastelmyndir sem hún hefur unnið nýlega af Diddú.
Jazztónleikar – Ife, Óskar og Eyþór
Hljóðberg Grundarstígur 10, ReykjavíkJazztónleikar Ife Tolentino, Óskars Guðjónssonar og Eyþórs Gunnarssonar. Á efnisskránni verður tónlist af diskinum VOCÉ PASSOU AQUI sem þeir félagar gáfu út 2014 og einnig af óútkomnum diski.
Tónleikar – Sumarnætur
HljóðbergJana María Guðmundsdóttir syngur klassísk ljóð og aríur, meðal annars [...]
Tónleikar – Agnar Már Magnússon
1.hæð og HljóðbergDagskrá tónleikanna verður tvískipt: Fyrir hlé verða frumflutt 16 píanóverk eftir Agnar Má, sem nefnast Þræðir (nr.1-16). Þau voru gefin út á bók síðastliðið haust. Eftir hlé koma Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott Maclemore trommuleikari og leika nýtt efni með Agnari af væntanlegum geisladiski, sem kemur út í sumar hjá Dimmu. Tríóið mun taka efnið upp í næstu viku.
Söngstund að sumarlagi
Söngstund með Kristjáni Sigurðssyni og Sæunni Þorsteinsdóttur í veitingastofum Hannesarholts verður rólegheitakvöld þar sem fólk getur tyllt sér við borð í fallegum stofum, fengið sér vatn, kaffi eða eitthvað annað að drekka, hlustað á tónlist og skemmtilega texta og vonandi átt góða stund. Enginn aðgangseyrir.
triu – tónleikar
HljóðbergAusturríski sönghópurinn TRIU heldur söngtónleika án undirleiks, þar sem þau leika með mannsröddina með tilfinningu, krafti og samhljómi. Dagsskráin er fjölbreytt og lífleg; hefðbundin músík frá Afríku, Ástralíu og Evrópu í bland við jazz og popptónlist.
Systkinatónleikar – uppselt – aukatóleikar á sunnudag
1.hæð og HljóðbergSystkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til sinna annarra systkinatónleika. Annað árið í röð, þá myndu einhverjir segja að þetta væri orðin hefð. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við. Þetta eru fyrstu tónleikar Kristínar á íslandi síðan hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Petter Ekman semur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Fimm börn, sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Hér er líka hefð í myndun, annað árið í röð fá systkinin til liðs við sig ungt tónskáld til að semja dúett fyrir tækifærið. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir.
Sónötur fyrir selló og píanó
HljóðbergGeirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari og Bjarni Frímann Bjarnason, píanóleikari flytja sónötur fyrir píanó og selló eftir Debussy, Bethoven og Mendelssohn.
Tónleikar – Frönsk og íslensk rómantík
HljóðbergDúettinn "Fire and Ice" leikur tónlist sem heyrir undir franska og íslenska rómantík. Dúettinn skipa Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari og Juliana Witt píanóleikari.