Tónleikar – Sumarnætur
HljóðbergJana María Guðmundsdóttir syngur klassísk ljóð og aríur, meðal annars [...]
Tónleikar – Agnar Már Magnússon
1.hæð og HljóðbergDagskrá tónleikanna verður tvískipt: Fyrir hlé verða frumflutt 16 píanóverk eftir Agnar Má, sem nefnast Þræðir (nr.1-16). Þau voru gefin út á bók síðastliðið haust. Eftir hlé koma Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott Maclemore trommuleikari og leika nýtt efni með Agnari af væntanlegum geisladiski, sem kemur út í sumar hjá Dimmu. Tríóið mun taka efnið upp í næstu viku.
Ljósmyndasýning – Vatnið í náttúrunni
Veitingastofurnar 1.hæðJóhanna Pétursdóttir ljósmyndari og landgræðslufræðingur opnar sýningu í stofum Hannesarholts [...]
Útgáfufögnuður – Ljóðasafn Hjartar Pálssonar
HljóðbergLjóðasafn Hjartar Pálssonar kemur út sunnudaginn 5. júní, á 75 [...]
Söngstund að sumarlagi
Söngstund með Kristjáni Sigurðssyni og Sæunni Þorsteinsdóttur í veitingastofum Hannesarholts verður rólegheitakvöld þar sem fólk getur tyllt sér við borð í fallegum stofum, fengið sér vatn, kaffi eða eitthvað annað að drekka, hlustað á tónlist og skemmtilega texta og vonandi átt góða stund. Enginn aðgangseyrir.
Arngunnur Ýr – opnun og listaspjall
1.hæð og HljóðbergDraumalandið nefnist málverkasýning Arngunnar Ýrar sem opnar í Hannesarholti sunnudaginn [...]
triu – tónleikar
HljóðbergAusturríski sönghópurinn TRIU heldur söngtónleika án undirleiks, þar sem þau leika með mannsröddina með tilfinningu, krafti og samhljómi. Dagsskráin er fjölbreytt og lífleg; hefðbundin músík frá Afríku, Ástralíu og Evrópu í bland við jazz og popptónlist.
Systkinatónleikar – uppselt – aukatóleikar á sunnudag
1.hæð og HljóðbergSystkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til sinna annarra systkinatónleika. Annað árið í röð, þá myndu einhverjir segja að þetta væri orðin hefð. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við. Þetta eru fyrstu tónleikar Kristínar á íslandi síðan hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Petter Ekman semur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Fimm börn, sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Hér er líka hefð í myndun, annað árið í röð fá systkinin til liðs við sig ungt tónskáld til að semja dúett fyrir tækifærið. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir.
Systkinatónleikar endurteknir frá laugardegi
HljóðbergSystkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til sinna annarra [...]
Sumarlokun til 2.ágúst/Summer vacation until August 2nd
Hannesarholt tekur sumarleyfi til 2.ágúst / Summer vacation until August [...]