triu – tónleikar

Hljóðberg

Austurríski sönghópurinn TRIU heldur söngtónleika án undirleiks, þar sem þau leika með mannsröddina með tilfinningu, krafti og samhljómi. Dagsskráin er fjölbreytt og lífleg; hefðbundin músík frá Afríku, Ástralíu og Evrópu í bland við jazz og popptónlist.

IKR2500

Systkinatónleikar – uppselt – aukatóleikar á sunnudag

1.hæð og Hljóðberg

Systkinin Kristín og Guðfinnur Sveinsbörn blása nú til sinna annarra systkinatónleika. Annað árið í röð, þá myndu einhverjir segja að þetta væri orðin hefð. Þau ætla að flytja sönglög sem og óperuaríur úr ýmsum áttum, innlend sem erlend og að sjálfsögðu verða til viðbótar á dagskránni íslenskar dægurlagaperlur sem allir ættu að kannast við. Þetta eru fyrstu tónleikar Kristínar á íslandi síðan hún gekk til liðs við óperuakademíu La Scala í Mílanó. Á tónleikunum verður frumfluttur dúett sem Petter Ekman semur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur, Fimm börn, sérstaklega fyrir þetta tækifæri. Hér er líka hefð í myndun, annað árið í röð fá systkinin til liðs við sig ungt tónskáld til að semja dúett fyrir tækifærið. Meðleikari á tónleikunum er Hrönn Þráinsdóttir.

kr.2000

Sónötur fyrir selló og píanó

Hljóðberg

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, sellóleikari og Bjarni Frímann Bjarnason, píanóleikari flytja sónötur fyrir píanó og selló eftir Debussy, Bethoven og Mendelssohn.

kr.2500

Tónleikar – Frönsk og íslensk rómantík

Hljóðberg

Dúettinn "Fire and Ice" leikur tónlist sem heyrir undir franska og íslenska rómantík. Dúettinn skipa Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari og Juliana Witt píanóleikari.

kr.1500

Söngleikjakvöld í Hannesarholti

Hljóðberg

Söng-og leikkonurnar María Skúladóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir flytja ýmis lög úr söngleikjum sem settir hafa verið upp á Broadway á síðustu árum. Andri Geir Torfason syngur bakraddir, Ásbjörg Jónsdóttir leikur með á píanó og Þór Adam Rúnarsson leikur á trommur.

kr.1500

Dúettinn 23/8 – Afmælistónleikar

Hljóðberg

Jazzskotnir afmælistónleikar Önnu Grétu Sigurðardóttur píanista og Stínu Ágústsdóttur söngkonu, sem mynda Dúettinn 23/8. Báðar eiga þær afmæli þennan dag.

kr.1000