Bókakaffi – Guðmundur Andri Thorsson

Hannesarholt veitingastofur 1.hæð

Guðmundur Andri Thorsson segir frá bókinni um Thor, OG SVO TJÖLLUM VIÐ OKKUR Í RALLIÐ, í óformlegu spjalli í veitingastofum Hannesarholts.

Tónleikar – Sumarnætur

Hljóðberg

Jana María Guðmundsdóttir syngur klassísk ljóð og aríur, meðal annars [...]

kr.2000

Tónleikar – Agnar Már Magnússon

1.hæð og Hljóðberg

Dagskrá tónleikanna verður tvískipt: Fyrir hlé verða frumflutt 16 píanóverk eftir Agnar Má, sem nefnast Þræðir (nr.1-16). Þau voru gefin út á bók síðastliðið haust. Eftir hlé koma Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott Maclemore trommuleikari og leika nýtt efni með Agnari af væntanlegum geisladiski, sem kemur út í sumar hjá Dimmu. Tríóið mun taka efnið upp í næstu viku.

kr.2500

Söngstund að sumarlagi

Söngstund með Kristjáni Sigurðssyni og Sæunni Þorsteinsdóttur í veitingastofum Hannesarholts verður rólegheitakvöld þar sem fólk getur tyllt sér við borð í fallegum stofum, fengið sér vatn, kaffi eða eitthvað annað að drekka, hlustað á tónlist og skemmtilega texta og vonandi átt góða stund. Enginn aðgangseyrir.

triu – tónleikar

Hljóðberg

Austurríski sönghópurinn TRIU heldur söngtónleika án undirleiks, þar sem þau leika með mannsröddina með tilfinningu, krafti og samhljómi. Dagsskráin er fjölbreytt og lífleg; hefðbundin músík frá Afríku, Ástralíu og Evrópu í bland við jazz og popptónlist.

IKR2500