Phantasmagoria

Hljóðberg

Ragnar Jónsson sellóleikari, Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Mathias Halvorsen píanóleikari flytja píanótríó í A-dúr eftir Maurice Ravel, Phantasmagoria eftir Bent Sørensen og fiðlusónata nr. 4 eftir Charles Ives.

kr.3000

Tónaljóð –

Hannesarholt Grundarstígur 10, Reykjavík

Sunnudaginn 7. janúar ætla Úlfhildur Þorsteinsdóttir, víóluleikari, og Jane Ade Sutarjo, píanóleikari, að halda saman tónleika í Hannesarholti.

kr.2500

Snorri Þórðarson – leiðsögn um sýningu

Veitingastofur 1.hæð

Snorri Þórðarson myndlistarmaður, f.1988, veitir leiðsögn um sína fyrstu einkasýningu í veitingastofum Hannesarholts föstudaginn 12.janúar kl.16.30. Snorri hefur ákveðið að ánafna Hannesarholti helmingi af andvirði seldra mynda á sýningunni.

ALLSKONAR ÁST!

Grundarstígur 10, Reykjavík, Iceland

Kvöldstund með Siggu Eyrúnu og Kalla Olgeirs, ásamt gestum [...]

Syngjum Saman

Grundarstígur 10, Reykjavík, Iceland

Söngstund fyrir almenning, þar sem textar birtast á tjaldi [...]

Mozartmaraþon

Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á sjötugsafmælið sitt með sinni eigin tónleikaröð árið 2018 þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu. Tónleikarnir verða samtals tíu talsins og munu hinir ýmsu píanóleikarar ganga til liðs við Guðnýju, en þær Guðný og Jane hefja leikinn þann 28. janúar.

kr.3000