Snorri Þórðarson sýnir í Hannesarholti

Hannesarholt veitingastofur 1.hæð

Snorri Þórðarson myndlistarmaður heldur sína fyrstu einkasýningu í Hannesarholti og opnar sýningin kl.16 föstudaginn 15.desember. Verkin eru unnin í olíu á striga og eru meðal annars táknræn vísun í það mark sem maðurinn setur á náttúruna.

Ljóðamaraþon í Hannesarholti

Hannesarholt Grundarstígur 10, Reykjavík

Hátíð í bæ. Ljóð verða lesin í Hannesarholti frá klukkan 14.00 og allan liðlangan daginn. Tilefnið er ærið: blíðan í hjörtum ykkar og dýrðin í augum jú og svo myrkrið sem kallar eftir hljómkviðum heimsins.

Free

Spúggujól 2017 – höfundar syngja og spila

Veitingastofur 1.hæð

Eruð þið orðin leið á að hlusta á rithöfunda lesa upp úr bókum sínum? Tapið þið stundum þræðinum, botnið ekkert í samhenginu og vilduð óska að höfundarnir myndu frekar bresta í söng og spila hátíðlega hljóma - til að tóna við hlýjuna í hjarta ykkar?

Music in familiar spaces – Elfa Rún og Vladimir Waltam

Hannesarholt veitingastofur 1.hæð

Fimmtudagskvöldið 21. desember munu fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og sellóleikarinn Vladimir Waltam leika stofutónleika í Hannesarholti undir formerkjum ,,Music in familiar spaces"

frjáls framlög

Tónleikar farfugla

Hannesarholt Grundarstígur 10, Reykjavík

Farfuglatónleikar Hannesarholts verða haldnir laugardaginn 30. desember í Hljóðbergi. Miðasala á midi.is

kr.2500