Week of Viðburðir
Heilsuspjall – Hystería, er hún til?
Heilsuspjall – Hystería, er hún til?
Heilsuspjall með Finnboga Jakobssyni taugalækni og Þóru Andrésdóttur sjúkraþjálfara, sem gefa innsýn í þann sjúkdómsheim sem áður var kenndur við hysteríu en er í dag flokkaður undir heitinu starfræn einkenni frá taugakerfinu.
Kvöldstund með Helgu Þórarins
Kvöldstund með Helgu Þórarins
Kvöldstund með Helgu Þórarins sem þenur tónlistartaugina og býður gestum með sér á innra flakk um lendur tónlistarinnar.
„Á vængjum söngsins“ Diddú og Anna Guðný
„Á vængjum söngsins“ Diddú og Anna Guðný
Notalegt laugardagssíðdegi með söngspili vinkvennanna Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Kristín Þorkelsdóttir sýnir pastelmyndir sem hún hefur unnið nýlega af Diddú.
Bókakaffi – Ingibjörg Hjartardóttir
Bókakaffi – Ingibjörg Hjartardóttir
Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur fjallar um skáldsögur sínar fjórar í óformlegu bókaspjalli í veitingastofum Hannesarholts. Viðburðurinn er öllum opin og er aðgangur ókeypis svo lengi sem húsrúm leyfir.