Week of Viðburðir
Kvöldstund með Gunnari Kvaran
Kvöldstund með Gunnari Kvaran
Gunnar Kvaran tónlistarmaður og lífskúnstner tekur á móti gestum í spil og spjall. Gunnar leikur 6 saraböndur eftir Bach með jafnmörgum hugleiðingum sem hann les á milli verka. Hann segir frá bernskunni í Þingholtunum, deilir skemmtisögu úr tónlistarheiminum og svarar spurningum gesta úr sal.
Svipmyndir – tónleikar
Svipmyndir – tónleikar
Sigurður Helgi Oddsson, tónskáld og píanóleikari, frumflytur ný einsöngslög sín ásamt sópransöngkonunni Unni Helgu Möller. Lögin eru samin við ljóð Hannesar Péturssonar, Erlu skáldkonu og fleiri íslenskra ljóðskálda.
Davíðsljóð – „á vondra manna jörð“
Davíðsljóð – „á vondra manna jörð“
Valgerður H.Bjarnadóttir fjallar um hugsjónina í verkum Davíðs Stefánssonar í dagskrá sem hú nefnir „á vondra manna jörð.“ Dagskráin fer fram í veitingastofu Hannesarholts kl. 16 til 17. Gott er að mæta ekki seinna en kl. 15:30 til að fá borð og geta fengið sér veitingar áður en dagskráin hefst.