Week of Viðburðir
Bókmenntaspjall – Elsku Drauma mín og Ósjálfrátt
Bókmenntaspjall – Elsku Drauma mín og Ósjálfrátt
Hver er munurinn á því að skrifa ævisögu og skáldsögu? Höfundar bókanna Elsku Drauma mín og Ósjálfrátt, Þær Vigdís Grímsdóttir og Auður Jónsdóttir, ræða reynslu sína af því að fanga sömu bráðina í net ólíkra forma. Þriðja skáldkonan, Kristín Ómarsdóttir, leiðir umræðurnar og yfirheyrir þær eftir bestu getu – með aðstoð áhorfenda.
Davíðsljóð í Hannesarholti
Davíðsljóð í Hannesarholti
Þótt Davíð Stefánsson sé best þekktur sem ljóðskáld, var leiklistin honum einnig mjög hugleikin og hann sendi frá sér fjögur leikrit, auk ljóðabókanna 10 og skáldsögunnar Sólon Íslandus. Í þessu spjalli mun Valgerður H. Bjarnadóttir fjalla um leikritin, tengja þau ljóðunum og velta fyrir sér hvað skáldinu lá á hjarta og hvernig leikritin endurspegla hugmyndir hans og líf.