Week of Viðburðir
Pálsvaka – heimspekispjall um menntun og menntastefnu
Pálsvaka – heimspekispjall um menntun og menntastefnu
Menntun og menntastefna: tvennt ólíkt? Pálsvaka er árlegt heimspekispjall til heiðurs Páli Skúlasyni, þar sem tekist verður á við málefni er tengjast heimspeki og samfélagi. Fyrirlesarar á þessarri fyrstu Pálsvöku verða Jón Torfi Jónasson, Kolbrún Þ.Pálsdóttir, Ólafur Páll Jónsson, Henry Alexander Henrysson og Jón Ásgeir Kalmansson.
Rappað, skratsað og skapað – Barnamenningarhátíð
Rappað, skratsað og skapað – Barnamenningarhátíð
Lærðu að rappa í Hannesarholti. Hannes Hafstein sem byggði Hannesarholt árið 1915 var skáld. Hann hefði kunnað að meta skapandi og rappandi börn í sínu húsi.
HÁFLEYGA-HRAÐSKREIÐA og frúin í Hamborg – Spunaferðalag á Barnamenningarhátíð
HÁFLEYGA-HRAÐSKREIÐA og frúin í Hamborg – Spunaferðalag á Barnamenningarhátíð
Háfleyga-Hraðskreiða er ævintýralegt faratæki sem ferðast um allan heim, kafar í höfin og svífur um geiminn og lendir nú í Hannesarholti til að taka börnin með í ferðalag. Háfleyga Hraðskreyða og frúin í Hamborg er bók eftir Svandísi Guðrún Ívarsdóttur sem hún skrifaði sérstaklega til að dreifa huga veikra barna.