Hleð Viðburðir

Laugardaginn 8.febrúar verður eitt ár liðið frá því að Hannesarholt var formlega opnað. Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar í Hljóðbergi kl.16-17.
Dagskrá:
1. Ávarp: Ragnheiður Jóna Jónsdóttir stofnandi og forstöðumaður býður gesti velkomna.
2. Ljóðaflutningur: Systurnar Ragnheiður Elín og Þórunn Erna Clausen flytja ljóð Hannesar Hafstein langafa síns til Ragnheiðar Hafstein.
3. Bronsmynd af Ragnheiði Hafstein boðin velkomin aftur í húsið.
4. Tónlistarflutningur: Schola Cantorum syngur nokkur lög í tilefni dagsins.
5. Pistill um Hannes Hafstein: Guðmundur Andri Thorsson flytur.

Léttar veitingar.

Velunnarar velkomnir.

Upplýsingar

Dagsetn:
08/02/2014
Tími:
16:00 - 17:00
Verð:
Free

Skipuleggjandi

Hannesarholt

Staðsetning

Hljóðberg