Hleð Viðburðir

Ástu Soffíu, Mariusar og Kristinar í Hannesarholti. Lagavalið er fjölbreytt og stiklað er á stóru. Á efnisskránni eru sóló, dúó og tríóverk frá öllum áttum. Meðal annars verður hlið harmóníkunnar í þjóðlagatónlist Norðmanna kynnt. Einnig verður leikin barrokktónlist, rússnesk sígild harmóníkutónlist, argentískur tangó og nýlega skrifað skandinavískt tónverk ásamt fleiru. Með þessu munu þau miðla fjölbreyttri harmóníkutónlist og kynna margbrotnar hliðar harmóníkunnar.

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, Marius Berglund og Kristina Bjørdal Farstad er frá Tennfjord i Romsdal í Noregi. Þau hafa öll verið að læra á harmóníku í Norges musikkhøgskole. Ásta Soffía er fædd og uppalin á Húsavík og hóf þar tónlistarnám 7 ára gömul. Hún stundar nú klassískt einleikaranám við Norges Musikkhøgskole með harmóníku sem aðalhljóðfæri. Það er henni hjartans mál að koma harmóníkunni á framfæri á Íslandi sem og annars staðar, gefa fólki kost á að upplifa og njóta fjölbreyttrar harmóníkutónlistar og vinna í að efla stoðir harmóníkunnar i hinu fjölskrúðuga tónlistarlífi á Íslandi. Kristina Bjørdal Farstad er frá Tennfjord i Romsdal í Noregi. Hún hóf harmóníkunám ung að aldri. Kristina hefur stundað harmóníkunám í Norges musikkhøgskole og Det Kongelige Danske Musik-konservatorium.  Marius Berglund er frá Moelv í Hedmark í Noregi. Hann byrjaði að spila á harmóníku þegar hann var 14 ára. Marius lauk bachelornámi sínu í klassískum harmóníkuleik frá Norges musikkhøgskole í desember síðastliðinn. Hann hefur einnig lært þjóðlagatónlist í Vinstra videregående skole.