Hleð Viðburðir

Dick Ringler, fyrrum prófessor í enskum miðaldabókmenntum og norrænum fræðum við Wisconsinháskóla í Madison er áttræður um þessar mundir, og verður af því tilefni lesið úr ljóðum hans í heimahögunum. Hann hefur gefið íslenskri þjóð stærstu gjöf sem einn maður getur gefið með því að endurskapa á erlendu tungumáli höfundarverk eins af þjóðskáldunum, Jónasar Hallgrímssonar. Afraksturinn er slíkur, að öll Jónasarlögin sem við syngjum gjarnan á góðum stundum má með hægðarleik syngja á ensku jafnvel og á íslensku. Ringler þýddi Jónas vegna þess að honum fannst hann eiga erindi við heiminn, að hans mati engu síðra skáld en William Wordsworth. Nú viljum við heiðra Dick áttræðan, með því að syngja úrval Jónasarljóða á íslensku og ensku í Hljóðbergi Hannesarholts, sunnudaginn 26.janúar kl.16. Textar munu birtast á tjaldi, til að allir geti sungið með. Margrét Pálmadóttir mun hjálpa til með forsöng og Ástvaldur Traustason mun spila með á flygilinn. Viðar Víkingsson mun kvikmynda söngstundina, og brot úr henni mun birtast á vef Hannesarholts, þar sem Dick Ringler mun geta notið hennar á heimili sínu í Madison, þegar honum hentar.

Þýðingar Ringlers á höfundarverki Jónasar birtust í bókinni Bard of Iceland, eða Sagnaskáld Íslands, sem gefin var út hjá University of Wiscsonin Press 2002 og endurútgefin hjá Forlaginu 2010. Einnig var sett upp í Wisconsinháskóla vegleg heimasíða á vegum Ringlers um Jónas Hallgrímsson. http://www.library.wisc.edu/etext/jonas/

 

Upplýsingar

Dagsetn:
26/01/2014
Tími:
16:00 - 17:00
Verð:
Free
Viðburður Category:
Vefsíða:
http://www.library.wisc.edu/etext/jonas/

Skipuleggjandi

Hannesarholt og Forlagið

Staðsetning

Hljóðberg