Heilsuspjall – Sambýli lífvera á jörðinni
18/10/2017 @ 08:00 - 17:00
| kr.1500„Frá lús og mús til mannanna húss og trúss.“
Michael Clausen og Einar Kárason
Áætlað hefur verið að jörðina byggi um 8,7 milljónir dýrategunda; ein þeirra kallast homo sapiens. Yfirleitt er sambýli mannsins við hinar 8.699.999 lífverurnar friðsælt en þó koma stundum fyrir árekstrar og aðrar stympingar vegna ólíkra hagsmuna dýrategundanna. En sem Guðs útvalda þjóð hafa mennirnir iðulega, og raunar í vaxandi mæli hin síðari ár, gert kröfu til þess að hagsmunir homo sapiens séu ætíð settir ofar hagsmunum allra hinna lífveranna á jörðinni. Ein birtingarmynd þessa eru híbýli manna sem hafa á árþúsundum þróast frá því að veita skjól fyrir veðri, vindum og stærri rándýrum yfir í að nánast hindra það nokkrar lífverur fái þrifist innan veggja heimilisins, aðra en maðurinn sjálfur – og kannski hundurinn. Þetta á ekki síst við um hryðjuverkadýr eins og köngulær, geitunga og …. myglu.
Í heilsuspjalli Hannesarholts fimmtudaginn 19. október munu ofnæmislæknirinn Michael Clausen og rithöfundurinn Einar Kárason fá frjálsar hendur til að spjalla um sambúð manna og annarra lífvera á íslenskum heimilum í blíðu og stríðu, í vísindum, sögnum og bókmenntum.
—
Opið verður í Veitingastofum Hannesarholts fyrir og eftir viðburð. Fiskisúpa og léttir grænmetisréttir frá kl.18.30 og Happy hour með vínveitingum á tilboðsverðum milli kl. 17:00 – 19:00