Hleð Viðburðir

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir fv. alþingismaður hefur helgað sig þjóðfræðirannsóknum og ritstörfum, haldið fyrirlestra, skrifað fræðigreinar og bækur mörg undanfarin ár. Viðfangsefnin hafa ekki síst verið menningararfur, þjóðtrú og sagnageymd. Hún verður gestur Hannesarholts þriðjudaginn 10. október kl. 20 og mun þar kynna nýjustu bók sína „Við Djúpið blátt“ sem fjallar um töfra Ísafjarðardjúps, náttúru, sögu og mannlíf.

Léttur kvöldverður verður borinn fram i veitingastofunum á undan spjallinu, þannig að þeir sem áhuga hafa geta gætt sér á fiskisúpu eða þvíumlíku frá kl.18.30 fyrir . Borðapantanir í síma 511-1904.