Hleð Viðburðir

Lesið á loftinu er endurvakinn viðburður í Hannesarholti, þökk sé sjálfboðaliðum úr röðum Hollvina Hannesarholts. Yrsa Þöll Gylfadóttir rifhöfundur býður lestur á loftinu sunnudaginn 8.nóvember kl.13.

Yrsa skrifar um þessar mundir bókaflokk sem nefnist Bekkurinn minn og er ætlaður börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í lestri upp á eigin spýtur. Iðunn Arna er myndhöfundurinn. Útgefandi er Bókabeitan. Sögurnar fjalla um íslenskan bekk í grunnskóla og er hver saga sögð út frá sjónarhorni eins nemanda. Bækurnar höfða til fjölbreytts aldurshóps og endurspegla raunsætt fjölmenningarlegt og nútímalegt líf barna á Íslandi.

Fyrsta bókin nefnist Prumpusamloka og fjallar um fyrsta skóladag Nadiru, sem nýflutt er til Íslands. Önnur bókin nefnist Geggjað ósanngjarnt! og fjallar um Bjarna Frey, sem strýkur úr frístund ásamt félaga sínum. Á næsta ári bætast fleiri bækur við og fáum við smátt og smátt að kynnast öllum í bekknum.

Auk Bekkjarbókanna kom nýverið út eftir Yrsu skáldsagan Strendingar – Fjölskyldulíf í sjö töktum (Bjartur, 2020). Yrsa hefur áður skrifað skáldsögurnar Móðurlífið, blönduð tækni (Bjartur, 2017) og Tregðulögmálið (Sögur, 2010).

Yrsa starfar sem rithöfundur, kennari, þýðandi og leiðsögumaður. Yrsa er gift, á þrjú börn og kött og býr í Vesturbænum.

Upplýsingar

Dagsetn:
08/11/2020
Tími:
13:00 - 13:30
Viðburður Category:

Staðsetning

Risloft
Grundarstíg 10
Reykjavik, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Phone
511 1904
View Staðsetning Website