Hleð Viðburðir

Syngjum saman með Hörpu Þorvalds í beinni frá Hannesarholti. Áhersla verður lögð á barnalög í þetta skiptið með heiðursgestinum Matthildi, dóttur Hörpu.

Hannesarholt hefur síðastliðin sjö ár hlúð að sönghefð íslendinga og boðið upp á klukkustundar fjöldasöng, þar sem textar birtast á tjaldi og allir taka undir með tónlistarfólkinu. Stundinni verður streymt og því getur fólk nýtt sér það sem ekki á heimangengt.

Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og tónmenntakennari leiðir stundina þennan sunnudaginn, en hún heldur jafnframt utan um söngstundirnar í vetur. Hún er kórstjóri í Laugarnesskóla í Reykjavík og sér meðal annars um morgunsöng þar á hverjum morgni auk vikulegrar samsöngsstundar á Hrafnistu í Reykjavík. Söngurinn er henni mikið hjartans mál, sem sameinar kynslóðir, varðveitir tungumálið og hressir bætir og kætir. Harpa er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Brek.

Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1000 króna aðgangseyri. Söngstundin er styrkt af Sumarborginni Reykjavík.

Hannesarholt er opið frá 11.30 -17.00 alla daga nema mánudaga.

Upplýsingar

Dagsetn:
09/08/2020
Tími:
14:00 - 15:00
Series:
Viðburður Categories:
,

Staðsetning

Grundarstígur 10
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone
5111904