SYNGJUM SAMAN Í HANNESARHOLTI MEÐ VALGERÐI OG ÞÓRÐI
29/11/2019 @ 14:00 - 15:00
Hannesarholt gefur í á tímum Covid og býður uppá Syngjum saman í beinu streymi hvern sunnudag kl.14. Sunnudaginn 29.nóvember taka við hljóðnemanum hjónin Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari og söngkona og Þórður Sævarsson, gítarleikari, en þau hafa unnið saman í tónlistinni frá unglingsaldri, gefið út eigið efni og komið fram á ótal tónleikum og viðburðum á Íslandi, í Danmörku og fleiri löndum. Síðastliðin tvö ár hafa þau starfað undir nafninu Travel Tunes Iceland við að kynna íslensk þjóðlög fyrir ferðafólki. Valgerður hefur stjórnað fjölda söngstunda fyrir börn og fullorðna og stýrir m.a. þremur kórum á Akranesi, þar sem hún og Þórður eru búsett. Þau hjónin reka þar fyrirtæki sitt, afþreyingarsetrið Smiðjuloftið. Streymið er hægt nýta áfram, þar sem það er vistað á fésbókarsíðu Hannesarholts, og fólk getur sungið með heima hjá sér.