Bygging hússins og fyrstu íbúar
Þingholtsstræti 1 – Mynd úr grein Freyju Jónsdóttur, Þingholtsstræti 1 í fasteignablaði Mbl. 2002 Húsið við Þingholtsstræti er skv. ýmsum heimildum (blaðagreinum o.fl.) byggt árið 1892, en ekki árið 1900 eins og lesa má í fasteignaskrá. Í grein Freyju Jónsdóttur, Þingholtsstræti 1, í fasteignablaði Mbl. þ. 29. janúar 2002 má lesa afar ýtarlega og fróðlega samantekt um húsið. Þar kemur m.a. fram að Jón Þórðarson kaupmaður keypti lóðina árið 1892 og lét þá rífa timburhús sem stóð þar fyrir og byggði hús úr steini, nánar tiltekið úr grágrýti sem enn stendur. Þetta var fyrsta verslunin fyrir austan Læk (sbr. Pál Líndal. (1988). Reykjavík: Sögustaður við Sund 3. b.: R-Ö bls. 183. Reykjavík: Örn og Örlygur).
Timburhúsið gamla sem stóð fyrst á lóðinni ku hafa verið byggt um 1870, nefnt Vigdísarhús eftir Vigdísi Waage sem bjó í húsinu ásamt dóttur sinni (sbr. bók Páls Líndals sem nefnd er hér að ofan).
Rétt við húsið stóð kornmylla sem margir þekkja af gömlum myndum og Jón keypti þá myllu einhvern tímann í kringum aldamótin 1900 þegar hætt var að mestu að flytja korn inn ómalað og notaði hana sem geymsluskúr. Myllan var síðan rifin 1902.
Í grein Freyju frá 2002 segir ennfremur að árið 1897 hafi verið gerð brunavirðing á húsinu og nákvæm lýsing á stærð og byggingarefni. Ennfremur segir:
“Niðri í húsinu er sölubúð sem skipt er í tvennt, með hillum, skúffum, borðum og skápum, allt þiljað og málað. Þar eru einnig tvö geymsluherbergi, þiljuð en ómáluð. Í sölubúðinni er einn ofn. Loftið yfir hæðinni er tvöfalt. Á efri hæð eru fjögur íbúðarherbergi og eldhús. Allt þiljað og málað og með þreföldum loftum. Á efsta lofti eru fimm herbergi, öll þiljuð og máluð, þar er einn ofn. Kjallari er undir húsinu, hólfaður í tvennt.”
Breytingar verða á húsinu 1907 þegar Jón byggir viðbyggingu sunnan við húsið – sjá nánar grein Freyju.
Afkomendur Jóns bjuggu í húsinu til 1967. Þórður, sonur Jóns, tók við verslunarrekstrinum að föður sínum látnum og síðan Jón sonur Þórðar.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu sem lesa má nánar um í pistli Freyju. Sýnist þar í fljótu bragði hafa verið haft að leiðarljósi að halda í það sem hægt var.
Veitingastaðurinn Caruso hefur verið rekinn í húsinu nú um árabil.
Í grein Guðjóns Friðrikssonar Töfrarnir höfðu gripið úr Þjóðviljanum 1978 má lesa:
“Þingholtsstræti 1 er nú klætt svörtum pappa og blikki og þar er verslun á neðri hæð. Þegar litið er upp á efri hæðina blasa við fjórir fagurgjörvir gluggar með útskurði og undir þakbrún er líka útskurður. Þetta hús mun hafa verið reist aldamótaárið og bjuggu þá í þvi 2 fiölskyldur, samtals 11 manns. Þar bjó Jón Þórðarson kaupmaður og þilskipaútgerðarmaður ásamt fjölskyldu sinni og hjúum. Hann var fyrsti kaupmaðurinn í Reykjavík sem reisti sláturhús, pylsugerð og niðursuðuverksmiðju. I husinu bjó einnig Jón Lúðvigsson verslunarþjónn, sem var 22 ára 1901 ásamt karli föður sínum, Lúðvigi Jónssyni daglaunamanni, móður og bróður. Þar leigði einnig Guðrún Jónsdóttir saumadama eins og það var orðað i manntalinu.”
Húsið, starfsemi og fleira í dagblöðum liðinna tíma
Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.
Af ásettu ráði eru hafðar með fleiri en ein auglýsing úr verslun Jóns Þórðarsonar þar sem þær eru orðnar býsna gamlar og því áhugaverðar fyrir marga ekki síst til að átta sig á því hvaða vörur voru á boðstólum.
- 1893: Hvar er bezt borgað smjör í Reykjavik? Í verzlun Jóns Þórðarsonar, Þingholtsstræti 1. Þar fást líka alls konar nauðsynjavörur, svo sem kaffi, sykur, tóbak og margt fleira, allt með sama verði mót smjöri, eins og peningar væru út í hönd, en vel verkað þarf það að vera og í vel hreinum ljereptsumbúðum; þar er líka keypt tólg, kæfa og reykt kjöt; enn fremur geta ferðamenn, sem þar versla, fengið að geyma hesta sína og farangur þar í porti, meðan þeir standa við. Verið getur, að þar verði keypt feitt naut fyrir borgun út í hönd, ef um semur (augl.)
- 1897: Kæfa og reykt kjöt verður keypt í verzlun Jóns Þórðarsonar (augl.)
- 1897: Þar jeg hefi gefið herra kaupm. Jóni Þórðarsyni í Reykjavík aðalumboð á Íslandi til að selja fyrir mig þar mín annáluðu vönduðu og ódýu ferðahandkoffort og skólatöskur, ásamt öllu öðru er þar heyrir undir (ferðaáhöld), þá bið jeg hina heiðruðu kaupendur að snúa sjer til hans, þar þeir fá bæði ódýrar og góðar vörur með verksmiðjuverði hjer og afslátt, ef mikið er keypt. Kaupmannahöfn í marz 1897. Ludvig Jensen (Saddelmager & Tapetserer)…. (augl.)
- 1897: Islenzkt smjör fæst í stórkaupum á 55 aura pundið í verzlun Jóns Þórðarsonar Reykjavík Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1897: Fyrir jólin verður keyft: Nýtt smjör, reykt kjöt og sömuleiðis nokkrar góðar kindur í verzlun Jóns Þórðarsonar Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1898: Nýkomið í verzlun Jóns Þórðarsonar 1 Þingholtsstræti 1. Allskonar karlmannafatnaðr, helzt á erfiðismenn frá 8-32 kr. ennfremr fataefni af mörgum tegundum, sem vert er að skoða. Höfuðföt af 30 tegundum á börn og fullorðna, og margt fleira aem síðar verðr auglýst (augl.)
- 1899: Mosfellssveitarmenn og kaupendur úr Reykjavíkursókn, aðrir enn Seltirningar, eru heðnir að vitja Fjallkonunnar, Kvennablaðsins og Barnablaðsins framvegis í hús Jóns kaupmanns Þórðarsonar, Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1899: … „Allar ísl. verzlunarvörur teknar. Ull þvegin og (óþvegin) og einlitir ungir hestar!“ … (augl.)
- 1900: Verzlun Jóns Þórðarsonar 1. Þingholtsstræti 1. hefir fengið nú með „Laura“ miklar birgðir af alls konar vörum. Öll ísl. vara tekin. Vefnaðarvörudeildin verður opnuð þriðjud. 1. maí. Gjörið svo vel að koma og. skoða. Virðingarfylst Jón Þórðarson (augl.)
- 1901: Þykk sauðskinn verða keypt í verzlun Jóns Þórðarsonar (augl.)
- 1902: Reyktir rauðmagar fást í verzlun Jóns Þórðarssonar 1. Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1902: Með „Ceres“ 6. maí er von á í verzlun Jóns Þórðarsonar flestöllum vörum, sem hvert heimili þarf að brúka. Ekkert lánað, en vörurnar seldar svo ódýrt að það borgar sig ekki að fara fram hjá búðinni í Þingholtsstræti 1. Öll íslenzk vara tekin (augl.)
- 1902: Auglýsing: Eins og að undanförnu verður veitt móttaka sendingum til Silkeborg Klædefabrik í sölubúð kaupm. Jóns Pórðarsonar í Reykjavík, og þangað á að vitja tauanna aftur. Þeir, sem ekki sækja efni sitt innan þriggja mánaða eftir að það kemur frá verksmiðjunni, mega búast við, að það verði selt upp í vinnulaunin… (augl.)
- 1902: Sveitamenn! Munið eftir þegar þið komið til bæjarins, að góður norðlenzkur hákarl fæst í verzlun Jóns Þórðarsonar, Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1904: Stumpasirz og margs konar álnavara kom með „Laura“ til verzlunar Jóns Þórðarsonar, Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1904: Aðalstræti 10. Rúðugler ódýrust í stærri kaupum í verzlun Jóns Þórðarsonar (augl.)
- 1904: Ávextir. Svo sem: Melónur, epli, vínber og laukur, nýkomið í verzlun Jóns Þórðarsonar (augl.)
- 1905: Úr Talsímaskrá: 62. – Þórðarson, kaupm., Þingholtsstræti 1 (úr skránni)
- 1905: Dilkum úr Kjósinni verður slátrað í dag við verzl. Jóns Þórðarsonar, verð: 0,32 pd. í heilum kroppum, 0,33-0,36 pd. í smærri sölu, vigta (kjötið) o: 20-25 pd (augl.)
- 1906: Stúlka getur fengið vist nú þegar. Upplýsingar gefur Jón Lúðvíksson verzlunarm. Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1906: Verzlun Jóns Þórðarsonar selur fyrir jólin prima hveiti á 0,12 a. p., gott hveiti á 0,10 a. pd. og flest það, sem fólk þarf að brúka til hátíðanna. Það ætti ekki að borga sig að fara framhjá verzl . Jóns Þórðarsonar, Þingholtsstræti 1. Ýmsir hlutir með miklum afslætti, svo sem, lampar, leirvara o. fl. (augl.)
- 1906: Yflr 40 tegundir af regnhlífum og sólhlífum, verð frá kr. 1,50 til 12 kr., og um 50 tegundir af göngustöfum, verð frá kr. 0,40 til 3 kr. í verzlun Jóns þórðarsonar, Þingholtsstræti 1. Hvergi eins miklu úr að velja (augl.)
- 1907: Ný saumastofa. Heiðruðum almenningi gefst til vitundar að ég hefi sett á stofn saumastofu í verzlunarhúsi mínu Þingholtsstræti 1. Þar verða saumaðir og sniðnir karlmannsfatnaðir eftir nýjustu tízku… frh. (augl.)
- 1907: Heiðruðu viðskiftavinir. Vegna breytinga sem gerðar hafa verið á búðinni í Þingholtsstræti 1, hefir hún verið lokuð í nokkra daga og verðar hún opnuð aftur næstkomandi mánudag 15. þ. m. (augl.)
- 1908: Dönsku, ensku og þýzku kennir undirritaður gegn vægri borgun. Heima 7 – 8 síðdegis. Jóhannes Stefánsson. Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1909: 3 herbergi með eldhúsi til leigu 14. maí nk. Jón Lúðvígsson Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1910: Námsskeið fyrir stúlkur, Eg undirrituð kenni stúlkum nokkrar almennar námsgreinar, svo sem: íslenzku, dönsku, ensku, reikning, heilsufræði og söng. Námsskeiðið byrjar 15. okt. Hólmfríður Arnadóttir, Þingholtsstræti 1. (Heima kl. 6-8 síðdegis) – (augl.) – Auglýsir einnig 1911.
- 1910: Sökum vaxandi viðskifta við saumastofu verslunar minnar, verður fatasöludeildin flutt af loftinu niður í vesturenda búðarinnar í Þingholtsstræti 1. Leirtau og emaileraðar vörur verða aftur á móti afgreiddar uppi á loftinu. Öll vigtuð vara verður afgreidd í pakkhúsdeildinni, gengið inn frá Ingólfsstræti. Þetta eru hinir heiðruðu viðskiftavinir beðnir að athuga. Virðingarfylst Jón Þórðarson (augl.)
- Jón kaupm. Þórðarson. Hann fanst örendur í fjörunni austanhalt við Miðbæinn um hádegisbil 1. þ. m., hafði ekki komið á heimili sitt síðan kvöldinu áður (frétt)
- 1911: Tapast hefir rauður hestur afrakaður, ójárnaður, vakur, mark: gagnbitað vinstra. – Finnandi vinsamlega beðinn að koma honum annaðhvort til mín, Br. Ólafssonar Sjónarhól Vatnsleysuströnd, eða til Andr. Andréssonar klæðskera Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1911: Nýkomið mikið úrval af nýjum fataefnum til A. Andréssonar, Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1913: Stúlkur, sem viljið vinna fyrir háu kaupi í haust eða vetur, talið nú þegar við Þórð L. Jónsson kaupmann Þingholtsstræti 1 Rvík (augl.)
- 1914: Stefanfa Jónsdóttir prjónakona, er flutt í Þingholtsstræti 1, uppi. (augl.)
- 1914: Best liðað hár og skegg á rakarastofu Árna S. Böðvarssonar 0 Þingholtsstræti 1 (augl.)
- Litla búðin. Með því nafni er nú opnuð tóbaks og sælgætisverzlun í Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1915: Cacaó og suðu-súkkulaði hvergi betra né ódýrara en í Litlu búðinni Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1915: Ungur maður, sem vill læra rakarastörf, getur komist á nýja rakarastofu 1. apríl. Uppl. gefur J. Mortensen Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1919: „Litla búðin“, tóbaks og sælgætisverslun Þorsteins J. SigurSssonar, er nú flutt úr Þingholtsstræti 1 niður í Austurstræti 17… (augl.)
- 1919: Vetrarstúlka óskast. Þóra Jónsdóttir. Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1920: Ný Royal-Barlock ritvél til sölu með tækifærisverði. Til sýnis á skrifstofu Jóh, Olafsson & Co. Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1926: Augl. frá Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar, Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1926: Óðinn (blað) Afgreiðsla og innheimta Þingholtsstræti 1, Reykjavík. Tímarit með myndum. Útgefandi: Þorsteinn Gíslason – Verð: 7 kr. 50 au. – Gjalddagi 1. júlí (augl.)
- 1926: Lögrétta, Innheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185 (augl.)
- 1927: Tilkynning: Ég hefi selt hr. Skúla Tómassyni verzlunarmanni, Laugavegi 73, Rvík, bókaverzlun mína i Þingholtsstræti 1 og bókabirgðir mínar, þar á meðal þær, sem liggja hjá bóksölum úti um land. Kemur hann í minn stað sem félagsmaður i Bóksalafélagi íslands, og bið ég alla viðskiftamenn bókaverzlunar minnar að sýna honum sömu velvild og lipurð í viðskiftum, sem þeir hafa áður sýnt mér. Blöð mín, Lögrétta og Óðinn, eru ekki innfalin í sölunni. Reykjavík, 1. júní 1927. Porsteinn Gíslason (augl.)
- 1928: Saumastofan í Túng. 2. er flutt í Þingholtsstræti 1. Sig. Guðmundsson. Sími 1278 (augl.)
- 1928: Dansskóli Sig. Guðmundssonar. Nýkominn heim frá útlöndum með nýjustu dansana: Baltimore-Vals, Tango, Yale-Bluse, Quick-Step, New Charleston, og nýjasta dansinn Rhytme-Step, sem mest verður dansaður í vetur, mjög ljettur og skemtilegur dans… (augl.)
- 1929: Saumastofan í Þingholtsstræti 1 er flutt í Pósthússtræti 13. Sig. Guðmundsson (augl.)
- 1929: Tilkynning. Ný saumastofa verður opnuð í dag kl. 1 e. m. í Þingholtsstræti 1. Höfum fyrirliggjandi verulega gott úrval af fata- og frakkefnum, einnig 1. fl. tillegg. Afgreiðum föt með mjög stuttum fyrirvara. Tökum einnig efni til að sauma úr. – Föt hreinsuð, pressuð og gert við fljótt og vel. Athugið verð og vörugæði. Virðingarfyllst, Bjarni & Guðmundur. 1. fl. vinnustofa. Klæðskerar. Þingholtstræti 1 (augl.)
- 1930: Erum fluttir úr Þingholtsstræti 1 í Pósthússtræti 13. Næsta hús við Hótel Borg. Bjarnl & Guðmundur (augl.)
- 1930: Er aftur fluttur í Þingholtsstræti 1. ; Sig. Guðmundsson. klæðskeri. Sími 1278 (augl.) – Auglýsir einnig 1931.
- 1930: Góð grein úr Fálkanum um Jón Þórðarson kaupmann og verslun hans í Þingholtsstræti 1 (grein) Sækja þangað myndir af hjónunum
- 1931: Skreytið jólaborðið. Blóm fegurst og ódýrust í Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1932: Lítil íbúð óskast 14. mai eða fyr. – Fyrirframgreiðsla, 2-3 mán., ef vill. – Uppl. Ljósmyndastofu Péturs Leifssonar, Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1933: Sig. Guðmundsson, Þingholtsstræti 1. Flyt 1. maí á Laugaveg 35, áður útbú Vöruhússins.(augl.)
- 1935: Hárgreiðslustofa Í dag opnum vér undirritaðar nýja hárgreiðslustofu í Þingholtsstræti 1, undir nafninu 99 Centrum 44… (augl.)
- 1935: „Snemma í gærmorgun kom Jóhann Pjetursson, tröllið úr Svarfaðardal, hingað til bæjarins og fór inn í afgreiðslu Álafoss“ í Þingholtsstræti 1.“ (augl.)
- 1936: Klæðaverslun og saumastofa Andrjesar Andrjessonar 25 ára (hóf starfsemi í Þingholtsstræti 1) – (grein og frh. hennar)
- 1940: Slökkviliðið var kallað kl. 12.27 í hárgreiðslustofuna í Þingholtsstræti 1. Hafði kviknað í dyratjöldum út frá rafmagnsofni, en tekist hafði að mestu leyti að slökkva eldinn, er slökkviliðið kom á vettvang. Skemdir urðu litlar (frétt.)
- 1941: Hárgreiðslustofan „Hera“ Í Þingholtsstræti 1. Sími 5963. Jeg undirrituð hefi opnað nýja hágreiðslustofu í Þingholtsstræti 1, undir nafninu: Hárgreiðslustofam Hera. Nýjar permanent vjelar og áhöld. Virðingarfylst. Dúa Finnbogadóttir (augl.) – Virðist einnig vera þarna 1950.
- 1943: Kenni vélritun. Þorbjörg Þórðardóttir, Þingholtsstræti 1. (Til viðt. kl. 6-7 e. h..) – (augl.) – Auglýsir einnig fram til 1949.
- 1944: Verzlun Jóns Þórðarsonar- grein um Verzlun Jóns Þórðarsonar í tilefni þjóðhátíðar í Vísi (augl.)
- 1944: Saumastúlka óskast. Verslunin Kjóllinn, Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1945: Húseignirnar Þingholtsstræti 1, Bankastræti 8 og 10 og Ingólfsstræti 2 hjer í bæ, með tilheyrandi lóðum, eru til sölu. Einnig verslun Jóns Þórðarsonar. Tilboð sendist til Sveinbjarnar Jónssonar hrl. Thorvaldsensstræti 6, fyrir 15. þ. m. Rjettur er áskibnn til að taka hvaða tilboði sem er og að hafna öllum (augl.)
- 1949: Athugið. Pelsar. Saumum úr allskonar loðskinnum. – Þórður Steindórsson feldskeri, Þingholtsstræti 1. – Simi 81872 (augl.)
- 1951: Hef flutt verslun mína úr Bankastræti 4 í Þingholtsstræti 1. Hólmfríður Kristjánsdóttir (augl.)
- 1951: Nýkomið jólapífur og kragar, silkiborðar, 4 litir skrauthnappar og spennur, axlapúður og alls konar. Verzlun Hólmfríðar Kristjánsdóttur Þingholtsstræti 1. – Beínt á móti Verzl. Álafoss (augl.)
- 1954: Happdrætti Háskóla Íslands. Sala til 1. flokks er hafin. Happdrættisumboðið, sem var á Laugavegi 39 (Bækur og ritföng), er flutt í Þingholtsstræti 1 (Verzlun Hólmfríðar Kristjánsdóttur). – Umboðsmaður: Frú Guðrún Ólafsdóttir. – Sími 2230 (augl.)
- 1955: Hefi flutt verzlun og vinnustofu mina úr Þingholtsstræti 1 á Kjartansgötu 8 vid Raudarárstíg. Hólmfrídur Kristjánsdóttir (augl.)
- 1957: Opnum vinnustofur vorar í Þingholtsstræti 1 í dag. Ljósvakinn raftækja- og radíóvinnustofa. Sími 10240 (augl.)
- 1957: „Íhaldið og hægri klíka Alþýðuflokksins hafa þegar opnað sameiginlega kosningaskrifstofu að Þingholtsstræti 1 til að undirbúa stjórnarkjörið í Dagsbrún…“ (augl.)
- 1959: Ljósvakinn hf. Þingholtsstræti 1. Tilkynning til viðskiptamanna vorra. Frá og með 1. okt. hættum vér rekstri verkstæðis vors að Þingholtsstr. 1, en Raftækjaverkstæðið Rafröst h.f. verður þar til húsa. Vér viljum benda viðskiptamönnum vorum að snúa sér til þeirra um leið og vér þökkum viðskipti liðinna ára. Virðingarfyllst, Ljósvakinn hf (augl.)
- 1959: Rafröst. Sími 10240. Höfum flutt raftækjaverkstæði okkar á Þingholtsstræti 1 (augl.) – Auglýsa a.m.k. fram til 1963.
- 1959: Fasteignasalan. Þorgeir Þorsteinsson, lögfr. Sölumenn: Þórhallur Sigurjónsson Jafet Sigurðsson. Þingholtsstræti 1. Sími 18450. Sími heima: 1-43-28 (augl.)
- 1964: Hef flutt úrsmíðavinnustofu mína í Þingholtsstræti 1. Sími 23395. Sel úr og klukkur, ennfremur skartgripi úr gulli og silfri. Búi Jóhannsson, úrsmiður (augl.)
- 1965: Um kl. 6 á sunnudagsmorgun varð vaktmaður í Verzlunarbankanum þess var að verið var að fremja innbrot í skartgripaverzlun Búa Jóhannssonar í Þingholtsstræti 1 (frétt)
- 1966: Auglýsingadeild Vísis er flutt í Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1968: Dagblaðið Vísir vill vekja athygli viðskiptayina sinna á, að auglýsingaskrifstofa og afgreiðsla blaðsins hafa flutt starfsemi sína frá Þingholtsstræti 1 og Hverfisgötu 55 í Aðalstræti 8 (tilkynning)
- 1968: Verslunin Hof er flutt í Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1968: Trunte garn. Stenzt þvott í þvottavél (nýung sem beðið hefur verið eftir). Verzlunin Hof, Þingholtsstræti 1 (augl.) – Auglýsir næstu árin framundir 1977 en þá flytur búðin líklega.
- 1969: Bætum skemmdirnar sem unnar voru á Þingvöllum um helgina. Æ.S.Í. efnir í dag til sjálfboðaferðar til lagfæringar á unnum skemmdum. – Farið verður frá skrifstofu Æ.S.Í., Þingholtsstræti 1 kl. 6 e.h. Þátttakendur skrái sig í síma 14053 sem fyrst í dag. Æskulýðssamband íslands (augl.)
- 1969: Skóskemman, Þingholtsstræti 1, sími 22135 (augl.) – Auglýsir a.m.k. fram til 1971.
- 1972: Fótóhúsið, ljósmyndavöruverzl., Þingholtsstræti 1. Sími 21556 (augl.). Auglýsir fram til 1986.
- 1974: Hús í Bankastræti á 20 millj. Um þessar mundir er verið að selja húsið Þingholtsstræti 1, en það stendur á mótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. í húsinu, sem er ekki mjög stórt um sig, eru nokkrar verzlanir… (frétt)
- 1976: Frumleg auglýsing frá versluninni Hofi:
Ef þú ætlar peysu ao prjóna,
húfu, hanska, leppa i skóna.
Fyrir það þú hlýtur lof,
enda verzlar þú I Hof. (Augl.)
- 1977: Tískuverslunin Moons opnar í Þingholtsstræti 1 (augl.) – Auglýsir fram til 1987.
- 1977: Bleiki pardusinn, Þingholtsstræti 1, ný verslun (augl.)
- 1980: Viðskipta- og ráðgjafaþjónustan h/f Þingholtsstræti 1. Sími 29455 (augl.)
- 1981: Les-prjón, Þingholtsstræti 1, gengið inn frá Bankastræti (augl.)
- 1982: Casio – umboðið Þingholtsstræti 1 (Bankastrætismegin) – (augl.)
- 1982: Stáltæki Þingholtsstræti 1, Bankastrætismegin, s. 27510 (augl.)
- 1987: Andyrið, Þingholtsstræti 1. Verslun með barnaföt (augl.)
- 1983: Snyrtistofan Clara, Þingholtsstræti 1, sími 14033 (augl.)
- 1984: Þingholt fasteignasala, Þingholtsstræti 1, sími 29455 (augl.)
- 1985: Snyrtistofan Mandý sem var til húsa í Þingholtsstræti 1, hefur nú flutt sig um set á Laugaveg 15 (augl.)
- 1986: Fjármála- og rekstrarráðgjöf. Fyrirtæki – Einstaklingar. Sérþekking á sviði vaxta- og skattamála. Guðlaugur Ellertsson, Viðskiptafræðingur, Þingholtsstræti 1, 3h. 101 Reykjavík (augl.)
- 1987: FLiss leikfangaverslun, Þingholtsstræti 1 v/Bankastræti Sími 91-24666 (augl.)
- 1987: New Look snyrtivöruverslun / heildverslun Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1989: Rómeó og Júlía flutt í Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1990: Kosningaskrifstofa X-H (Nýr vettvangur) Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1990: Kosningamiðstöð ungs fólks í Reykjavík (Heimdallur) – (augl.)
- 1992: Útsala, útsala, útsala. Útsalan heldur áfram. Undirgöngin, Þingholtsstræti 1 (augl.)
- 1995: Café Caruso Þingholtsstræti 1, sími 627335 (augl.)
- 2002: Grein um Þingholtsstræti 1 eftir Freyju Jónsdóttur í fasteignablaði Mbl. (grein – frh. greinar)
var _gaq = _gaq || []; _gaq.push(['_setAccount', 'UA-38855006-1']); _gaq.push(['_trackPageview']);
(function() { var ga = document.createElement('script'); ga.type = 'text/javascript'; ga.async = true; ga.src = ('https:' == document.location.protocol ? 'https://ssl' : 'http://www') + '.google-analytics.com/ga.js'; var s = document.getElementsByTagName('script')[0]; s.parentNode.insertBefore(ga, s); })();