Bygging hússins

Þingholtsstræti 12 er byggt af Helga Helgasyni snikkara m.m. árið 1884 skv. Byggingarsögu menntaskólareitsins (Nikulás Úlfar Másson og Margrét Jónasdóttir. 1994. Byggingasaga. Menntaskólareitur. Skýrslur Árbæjarsafns 43. Reykjavík: Árbæjarsafn.)  Húsð var byggt í nýklassískum stíl sem Helgi innleiddi á Íslandi og var vinsæll í Reykjavík á árunum 1880 – 1890. Helgi var jafnframt fyrsti eigandi hússins. Fram kemur að tvisvar brann í húsinu – árið 1919 (eldhús á efri hæð) og árið 1946 en það var endurbyggt.

Í fasteignaskrá er byggingarár skráð 1880 sem er vafalaust rangt.

Vegna aldurs er húsið háð þjóðminjalögum um allar breytingar á núverandi ástandi þess.


Nokkrir íbúar þess

Kristjana, móðir Hannesar Hafstein, bjó í húsinu á árunum 1884-1889 og þegar Hannes kom heim frá námi 1886, bjó hann hjá móður sinni til 1989. Fyrsta árið hans heima leigði Bríet Bjarnhéðinsdóttir herbergi af Kristjönu og voru þau Hannes þess vegna samtíða þar einn vetur. Bríet og Kristjana höfðu kynnst fyrir norðan.

Í samtali Sindra Freyssonar við Guðjón Friðriksson í Mbl. árið 2005 sem bar yfirskriftina Sár harmur og sterkar konur í Lesbók Morgunblaðsins árið 2005, segir:

„Hannes og Bríet bjuggu einn vetur undir sama þaki, sama vetur raunar og Bríet varð fyrst hérlendra kvenna til að flytja opinberan fyrirlestur, í Gúttó í desemberlok 1887, og kallaðist hann „Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna.“

Í byggingarsögu menntaskólareitsins sem áður er vitnað í segir um Þingholtsstræti 12:
Um tíma bjó þarna Sigurður nokkur sem kallaður var „hómopati“ Hann vann fyrir sér með skottulækningum en var ákærður og dæmdur fyrir vikið.

Bergþór Vigfússon tréfsmiður og Ólafía G. Einarsdóttir fluttu í húsið árið 1926 og bjuggu þar og síðar afkomendur þeirra í marga áratugi.

Starfsemi og viðburðir í húsinu í gegnum tíðina

Upplýsingarnar hér á eftir eru engan veginn tæmandi en settar fram eftir bestu vitund. Allar leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar.

Herbergi eru oft auglýst til leigu í húsinu a.m.k. fyrstu fjóra áratugi 20. aldar.

  • 1897: Ágætt fæði fæst keyft í Þingholtsstræti 1 2 (húsi Helga Helgasonar kauptnanns) – (Augl.)
  • 1903: Í Þingholtsstræti 12 fæst prjón fljótt og vel af hendi leyst (augl.)
  • 1904: Eitt rúmgott herbergi fæst til leigu frá 1. okt. í Þingholtsstræti 12. (Uppi á lofti) – (Augl.)
  • 1905: Auglýsing um píanó: …“Herra prentari Þorvarður Þorvarðarson í Reykjavík (Þingholtsstræti 12) gefur frekari upplýsingar um píanó vor, og hjá honum má sjá sýnishorn af þeim.“ – (augl.)
  • 1907: Til leigu eitt herbergi fyrir einhl. Upplysingar í Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1914: Unglingstelpa óskast frá 14. maí. Uppl. þingholtsstræti 12, uppi (augl.)
  • 1918: Telpa óskast og þvottakona. Alice Sigurðsson Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1919: Nýi kirkjugarðurinn. Þeir, sem óska eftir að láta hlaða upp leiði í nýja kirkjugarðinum eða gera það sjálfír, geri svo vel að tala sem fyrst um það við Samúel Eggertsson, Þingholtsstræti 12, sem verður venjulega til viðtals uppi í Kirkjugarði millum kl. 1-2 og heima 7-8 eftir hádegi (augl.)
  • 1921: Kommóður til sölu með lágu verði í Þingholtsstræti 12, uppi (augl.)
  • 1922: Orgel óskast til leigt til júníloka, Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1923: Sýningu á handavinnu hefir frú Arnheiður Jónsdóttir, Þingholtsstræti 12, haft vikuna sem leið, í sýningargluggum Jóh. Ólafsson & Co., í Bankastræti (tilkynning)
  • 1924: Hannyrðakensla. Kenni allskonar hannyrðir og léreftasaum, bast og tágavinnu. Arnheiður Jónsdóttir, Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1926: Telpa óskast mánaðartíma eða lengur til að gæta barna. Uppl. í Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1928: Góð stúlka óskast strax á matsöluhús. Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1929: Gott fæði fæst í Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1929: Fæði fæst í Þingholtsstræti 12. – Jónína Vigfúsdóttir (augl.)
  • 1929: Matsalan sem var í Þingholtsstræti 12 er flutt í Veltusund 1 (beint á móti bifreiðastöð Steindórs). Dýrunn Jónsdóttir (augl.)
  • 1930: Heilbrigð stúlka, sem hefir hreinlega vinnu, getur fengið herbergi á góðum stað, með annari. Pianó til leigu á sama stað. Uppl. í Þingholtsstræti 12, kl. 4-5 (augl.)
  • 1932: Nokkrir menn geta fengið fæði í Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1932: Matsalan, Þingholtsstræti 12, er flutt í Bankastræti 6. – Get ‘ bætt við nokkrum mönnum. Jónína Vigfúsdóttir. 12, kl. 4-5 (augl.)
  • 1933: Fermingarkjólaefni – auglýsing frá Verslun Hólmfríðar Kristjánsdóttur, Þingholtsstræti 12 (augl.)
  • 1939: Pokabuxur – Allar stærðir, bestar – ódýrastar. Afgr. Álafoss (augl.)
  • 1946: Slökkviliðið bjargar 8 húsum. Húsið að Þingholtsstræti 12 skemmist í eldi (frétt)
  • 1946: Önnur frétt um brunann: ..“ Efri hæðin á Þingholtsstræti 12, sem er timburhús, brann mikið að innan“…  (frétt)
  • 1948: Einhver hefir fundið hvöt hjá sér til þess að gabba slökkviliðið í gær síðdegis. Yar það þá kvatt að Þingholtsstræti 12, en þar reyndist enginn eldur vera. Ekki hefir hafzt uppi á sökudólgnum (tilkynning)
  • 1978: Úr grein Guðjóns Friðrikssonar Töfrarnir höfðu gripið. Reikað milli 6 gamallegra húsaí Þingholtsstræti. Þjóðviljinn, 14. október 1978. Guðjón vitnar m.a. í manntalið 1. des. 1901: „Í Þingholtsstræti 12 býr Helgi Helgason kaupmaður, þilskipaútgerðarmaður, söngstjóri og tónskáld ásamt fjölskyldu sinni. Helgi var einn merkasti tónlistarfrömuður okkar fyrr. Hann stjórnaði lúðrasveitum og allir Íslendingar hafa sungið lag hans við Öxar við ána. Hús hans ber það með sér að hann hefur verið velmegandi maður en nú er það dálítið farið að láta á sjá. Þegar manntalið er tekið er húsbóndinn fjarverandi í Þerney úti á Sundunum. Hvað skyldi hann hafa verið að gera þar? En Helgi er ekki eini listamaðurinn i húsinu. Þar býr lika Gunnþórunn Halldórsdóttir, ein af bestu leikkonum okkar á fyrri árum og ein af stofnendum Leikfélags Reykjavikur. Hún er 28 ára, þegar manntalið er tekið, og býr i húsinu ásamt móður sinni Helgu Jónsdóttur,57 ára. Helga er ekkja eftir Halldór Jónatansson söðlasmið og rekur matsölu og tekur að sér þvotta. Alls búa 8 manns i húsinu.