Þerriblaðsvísur XI eftir Hannes Hafstein

Hannes Hafstein orti a.m.k. sextán vísur í kringum aldamótin 1900 sem kallaðar eru Þerriblaðsvísur og fjalla allar um „pennann, blekið og þerriblaðið“. Þær eru í raun stæling á skáldskaparstíl annarra. Hér yrkir Hannes í anda Valdimars Briem.

XI
„Ég á blaðið.“ „Sei, sei, sei.“
„Svei mér þá.“
„Víst á ég það.“ „Nei, nei, nei.“
„Nei.“ „Jú.“ „Á?“
Þannig rifust þegnar tveir
um þerriblað,
brýnt því þurftu báðir þeir
að brúka það.

„Ég á barnið.“ „Sei, sei, sei.“
„Svei mér þá.“
„Víst á ég það.“ „Nei, nei, nei.“
„Nei.“ „Jú.“ „Á?“
Þannig háðu þernurnar
þessa hríð;
báðar lengi þrættu þar.
Þvílíkt stríð!

Sjá einnig:

Þerriblaðsvísur I
Þerriblaðsvísur II
Þerriblaðsvísur III
Þerriblaðsvísur IV
Þerriblaðsvísur V
Þerriblaðsvísur VI
Þerriblaðsvísur VII
Þerriblaðsvísur VIII

Þerriblaðsvísur IX
Þerriblaðsvísur X