Í Hannesarholti mun verða heitt á könnunni á Þorláksmessu milli kl.18 og 22 og hollvinir sem og aðrir velunnarar boðnir velkomnir í bæinn.
Ýmsu ber að fagna fleiru en Þorláksmessunni og nýliðnu „hálfrarannarraraldar“ afmæli Hannesar Hafstein. Listamenn á sviði iðngreina hafa nú að mestu lokið við að gera upp efri þrjár hæðir hússins að Grundarstíg 10 og málið sem beðið hefur verið eftir með óþreyju er í höfn: Deiliskipulag fyrir reitinn liggur nú fyrir. Því er ekkert lengur því til fyrirstöðu að sækja um leyfi til áframhaldandi uppbyggingar á Grundarstíg 10.