Fyrirlestur Róberts Haraldssonar prófessors, um gagnrýna hugsun í íslenskum fjölmiðlum á mánudagskvöld. Á miðvikudagskvöld verður efnt til samræðu um nýútkomnar bækur þeirra Ólafs Rastrick sagnfræðings sem skrifaði bókina Háborgin – menning, fagurfræði og pólitík og Jóns Karls Helgasonar bókmenntafræðings en bók hans nefnist Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga. Með þeim Jóni Karli og Ólafi verða sagnfræðingarnir Guðni Th. Haraldsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mun stýra leifturfjörugum umræðum. Fimmtudagskvöldið verður helgað hinum litríka höfundi og leikstjóra Guðmundi Kamban. Forlagið gaf nýverðið út bókina Kamban – líf hans og starf eftir einn helsta leikhúsmann landsins Svein Einarsson. Einnig verður sýnd heimildamynd um Kamban frá árinu 1988 eftir Viðar Víkingsson og Hallgrím Helga Helgason. Í vikulokin er röðin komin að tónlistinni. Minnst verður 100 ára ártíðar tónskáldsins Benjamin Britten með tvennum tónleikum söngkonunnar Hlínar Pétursdóttur Behrens og píanóleikarans Gerrit Schuil á föstudagskvöld og sunnudag kl.11. Tónlistin ómar áfram á sunnudaginn og vikunni lýkur með tónleikum Margrét Sigurðardóttir og hljómsveitar kl.14 sem þau kenna við „Vintage.“