Á sunnudag er enn komið að samsöng hér í Hannesarholti. Hingað kemur fólk úr öllum áttum og af öllum stéttum samfélagsins og fær útrás í klukkutíma söng. Að þessu sinni er það enginn annar en Skálmaldarvíkingurinn og kórstjórinn Gunnar Benediktsson sem mun leiða hópinn eins og honum einum er lagið. Leikið verður undir á flygilinn fína og textar munu birtast á skjá. Skemmtunin hefst kl. 16:00 og aðgangseyrir er 1.000 kr. Miðar fást á midi.is og við inngang. Veitingar má kaupa fyrir og eftir söngstundina í veitingastofunum okkar.