Við megum til með að deila með ykkur dásamlegri vísu eftir hann séra Davíð Þór Jónsson úr bókinni Vísur fyrir vonda krakka. Þannig var að þegar starfsfólk mætti hér eldsnemma í morgun til að taka á móti erlendum gestum sem hér funda í dag, var veðrið óvenju andstyggilegt. Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar tíndust inn úr stórhríðinni og fengu góðar móttökur. Þegar þau voru sest niður og farin að gæða sér á nýbökuðu brauði og kaffi fór verkefnastjórinn að tölvunni sinni. Við hliðina á tölvunni lá þessi skemmtilega bók og þegar hún var opnuð af handahófi blasti við þessi einstaklega viðeigandi vísa;
Heilræði
Ef óveður um þig geisa
og allt fer á tvist og bast,
hnút þarf að höggva eða leysa
sem hnýttur er mjög fast,
þá mundu, ef þarftu að þola
þrautir sem saman er flækt,
að óveður er bara gola
ef það er skoðað hægt.
Davíð Þór Jónsson