Laugardaginn 14.11 klukkan 20.00
Á þessu ári eru liðin sjötíu ár frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Meira en 70 milljónir manna létu lífið í stríðinu. Listafólkið Guðrún Ásmundsdóttir sögumaður, Alexandra Chernyshova sópran söngkona, Ásgeir Páll Ágústsson barítón söngvari og Jónína Erna Arnarsdóttir pianóleikari vilja minnast þessa tíma með dagskránni “ Og þá kom stríði“ en þar segir sögumaðurinn sögur frá Hollandi, Bretlandi, Rússlandi og Íslandi. Fjöldi skemmtilegra laga verða flutt af tónlistarfólkinu eins og „ The White Cliffs of Dover“, „Lily Marlene“, „Tenesse Waltz“ , “ Bláa sjalið“, og margt fleira. Miðar á www.midi.is