Helgin framundan er menningarleg í meira lagi. Föstudagskvöldið 18.mars verður í fyrsta sinn í Hannesarholti kvöldverður fyrir almenning og tónlistarskemmtun. Þriggja rétta jazzveisla Kristjönu Stefánsdóttur, sem dekrar við gesti ásamt Kjartani Valdimarssyni og Gunnari Hrafnssyni. Miðar á midi.is
Bókmenntaborg og Landlæknisembættið standa fyrir bókakaffi á sunnudag, á degi hamingjunnar. Yfirskriftin er: að yrkja hamingjuna og aðgangur er ókeypis.