Opnun kl.17 sunnudaginn 26.maí og listaspjall kl.18
Dramalandið er skapað af náttúrunni og pensilstrokum Arngunnar Ýrar Gylfadóttur. Draumalandið er fagurt og sérstakt, nýstárlegt, en þó afar kunnuglegt. Arngunnur Ýr er ein af okkar þekktari listmálurum og hafa verk hennar verið keypt bæði til opinberra aðila og einkaaðila víða um heim.
Listin hríslast um fjölskyldutré Arngunnar í kvenlegg og munu systradæturnar og listakonurnar Arngunnur Ýr listmálari og Bryndís Halla cellóleikari, Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari deila hugmyndum um listina, lífið og vináttuna með gestum í listaspjalli í Hljóðbergi í beinu framhaldi af opnuninni.