Ýmislegt gerist í Hannesarholti sem er erfitt að skýra. Fyrir þremur árum færði húsið okkur þessa lexíu, sem við rifjum alltaf upp á hinsegin dögum. „Jafnflott hinsegin“ eru skilaboðin sem húsið gaf og við skilum áfram út til ykkar hinna í samfélaginu. Sófateppið, saumað af Stefaníu Gísladóttur 1955, og hangir í arinstofunni í Hannesarholti yfir gamla sófanum frá Guðmundi í Víði, geymdi þessi skilaboð þegar betur var að gáð. Mynstrið mun hafa hannað Clara Weaver í Kaupmannahöfn.