Sunnurdagurinn 23.október ljóðrænn í Hannesarholti. Sandhya Self verður til viðtals kl.14-15 um listköpun sína sem hún nefnir sjónræna ljóðlist. Á veggjum brosa bakaðar bækur, sem Sandhya hefur gefið nýtt líf, annað sjálf, í gegnum umbreytingu leirlistar og brennsluofns. Um kaffileitið, kl.16, segir Valgerður Davíðsdóttir frá móðurinni í ljóðum Davíðs Stefánssonar. Opið til kl.17 að vanda.