Í Hannesarholti eru margar vistarverur á fjórum hæðum hússins, margar hverjar henta vel til að hreiðra um sig með bók og lesa í félagsskap við aðra gesti hússins. Í tilefni af landsleiknum ALLIR LESA á vegum Bókmenntaborgar Unesco, vill Hannesarholt bjóða gestum í hús með lesefni sitt, eða fá lánað af bókakosti hússins. Þeir sem ekki hafa þegar skráð sig á allirlesa.is geta bætt sér í hóp Hannesarholts ef þeir kjósa.