Ágætu vinir Hannesarholts.
Vordagskrá Hannesarholts er komin í hús og getur fólk nálgast hana hér á Grundarstíg 10.
Febrúar er mættur og þá er ekki verra að orna sér í hlýjunni í Hannesarholti og fá sér rjúkandi kaffitár eða súkkulaðibolla með góðgætinu úr eldhúsinu og njóta vatnslitamynda Maríu Lofsdóttur sem prýða veggi veitingahússins til 24.febrúar. 5. María býður uppá leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 5.febrúar kl.15. Febrúarmánuður er pakkaður af menningarviðburðum í Hannesarholti.
Landsleikurinn Allir lesa, á vegum Bókmenntaborgar Unesco, stendur til 19.febrúar og tekur Hannesarholt þátt í leiknum með því að bjóða lesendum að setjast niður í hinum ýmsu vistarverum hússins, og lesa þar í félagi við aðra, ýmist eigin bækur eða bækur úr safnkosti Hannesarholts. Þeir sem áhuga hafa geta einnig skráð sig í lið Hannesarholts á allirlesa.is
4. Laugardaginn 4.febrúar býðst lesendum tilboð á uppáhelltu kaffi og vöfflu með rjóma á 1000 krónur frá kl.14-17.
11. Björg Brjánsdóttir og Tina Margareta Nilssen flytja verk eftir Beethoven, Grieg, Brahms og Sjostakovitsj fyrir flautu og píanó á tónleikum laugardaginn 11.febrúar kl.14. Tina er frá Þrándheimi og er starfandi píanóleikari í Osló. Björg nam við Tónlistarskóla Noregs í Osló og Tónlistarháskólann í Munchen. Tina þróaði Timani aðferðina í tónlistarflutningi, sem Björg hefur numeið í þrjú ár.
12. Gunnar Kvaran og Domenico Codispoti leika saman á dúótónleikum fyrir selló og píanó verk eftir Brahms, Schumann, Rachmaninoff og Shostakovich sunnudaginn 12.febrúar kl.16. Codispoti er ítalskur, en hefur oftsinnis haldið tónleika á Íslandi við mikla hrifningu áhorfenda. Gunnar Kvaran þekkja allir landsmenn, enda hefur hann verið í landsliði tónlistarmanna okkar um árabil. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir meistarar leika saman opinberlega.
22. „Kvöld í París“ nefnast tónleikar Einars Bjarts Egilssonar og Nadiu Monczak þriðjudagskvöldið 22.febrúar, þar sem þau flytja rómantísk verk eftir tónskáldin César Franck, Jules Massenet, Ernest Chausson og Frédéric Chopin sem þau nefna „Kvöld í París.“ Nadia er fiðluleikari af Kanadísk-Pólskum ættum sem hefur leikið víða um Evrópu og Kanada. Einar er píanisti og tónskáld sem lærði meðal annars hjá Guðríði Sigurðardóttur, Önnu Málfríði Sigurðardóttur, Peter Máté og síðar í Maastricht Conservatory í Hollandi. Hann starfar nú m.a.við Tónlistarskóla Árnesinga.
23. Okkar ástsæla söngkona, Helena Eyjólfs býður til kvöldstundar miðvikudaginn 23.febrúar og nýtur fulltingis Karls Olgeirssonar og Jóns Rafnssonar. Helena fagnaði nýlega 75 ára afmæli sínu og útkomu fyrstu sóloplötunnar á löngum ferli.
24. Febrúar er jafnan tileinkaður sögu blökkumanna í Bandaríkjunum, og í tilefni af því býður Harold E.Burr til kvöldstundar þar sem hann fer yfir sögu sálartónlistar í tali og tónum. Marvin Gaye, Otis Redding og fleiri meistarar koma þar við sögu. Harold er bandarískur tónlistarmaður sem starfaði m.a. með hljómsveitinni The Platters, en hefur búið á Íslandi um árabil.
25. Marta Ólafsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Hannesarholti laugardaginn 25.febrúar kl.15. Marta sýnir vatnslitamyndir sem hún hefur málað á undanförnum tíu árum en þó aðallega á síðasta ári. Hún hefur tekið þátt í sýningum á vegum Myndlistarskóla Kópavogs, er líffræðingur að mennt og fyrrum framhaldsskólakennari.
Syngjum saman sunnudaginn 26.febrúar kl.15 verður í höndum bræðrasonanna Jóhanns Vilhjálmssonar og Gunnars Kr.Sigurjónssonar. Jóhann hefur verið í kórum frá blautu barnsbeini og Gunnar hefur spilað á hljómborð við ýmis tækifæri auk þess að sinna útfágustarfssemi og sýna töfrabrögð.
Lokaviðburður febrúarmánuður er Bókakaffi með Ásdísi Thorodssen sunnudaginn 26.febrúar kl.16. Fyrsta Ásdís er kvikdmynagerðarmaður sem gaf út sína fyrstu skáldsögu fyrir jól, Utan þjónustusvæðis. Enginn aðgangseyrir en kaffihúsið er opið.
Gestum er bent á að kaupa miða fyrirfram á midi.is á viðburði í Hannesarholti vegna takmarkaðs sætafjölda. Fyrir kvöldviðburði er jafnan boðið uppá léttan kvöldverð frá kl.18.30, og þarf að panta borð fyrirfram í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is